Eldheimar – Ástand klæðningar
Byggingu Eldheima lauk árið 2014.
Hönnun hússins er eftir arkitektinn Margréti Kristínu Gunnarsdóttur og var Eldheimar lokaverkefni hennar í arkitektanámi í Árósum. Fyrir klæðningu byggingarinnar var valið Corten-stál, sem er sérblandað þannig að það myndar yfirborðspatínu (ryðhúð) sem ver málminn gegn frekari tæringu.
Á hönnunartíma var þó bent á að slíkt efni gæti verið viðkvæmt í aðstæðum Vestmannaeyja, þar sem saltmagn í lofti eykst verulega í slæmum veðrum og getur haft áhrif á endinguna.
Áætluð ending eftir mismunandi aðstæðum:
- Opið fyrir sjávarsaltroki / vindátt að sjó:
5–15 ár - Skjólmeiri staðsetning, vel loftræst og rigningarskolun, langt frá beinu úða:15–30 ár
- Inn í landi, lítið salt:
30+ ár
Eins og flestum er kunnugt er klæðning í mjög slæmu ásigkomulagi á ákveðnum hliðum hússins. Hafin er vinna við að fjarlæga klæðningar þar sem hún er verst farin, einkum á norður- og vesturhlið hússins. Til bráðabirgða hefur verið sett upp krossviður yfir veturinn, en í framhaldinu þarf að ráðast í varanlegar aðgerðir til að tryggja útlit og öryggi byggingarinnar.




