6. júlí 2004

Einstakir tónleikar í Stafkirkju

Eftir að hleypt hafði verið af skoti frá Skansvirkinu hófu Musica Humana tónleika sína. Í tengslum við goslokahátíð var að þessu sinni boðið upp á mjög sérstæða tónleika í Stafkirkjunni að lokinni guðsþjónustu á

Eftir að hleypt hafði verið af skoti frá Skansvirkinu hófu Musica Humana tónleika sína.

Í tengslum við goslokahátíð var að þessu sinni boðið upp á mjög sérstæða tónleika í Stafkirkjunni að lokinni guðsþjónustu á Skansinum.  Þarna lék sænski tónlistarhópurinn Musica Humana barokktónlist í rúman hálftíma.  Musica Humana skipa þar Annette Taranto messósópransöngkona, Björg Ollén flautuleikari og Sven Auken lútuleikari en öll eru þau tónlistarmenn í fremstu röð og mjög virt bæði í sínu heimalandi sem og víðar.  Í þessari Íslandsferð héldu þau tónleika á fjórum stöðum, í Reykjavík, á Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði og enduðu í Eyjum en hér dvöldu þau í þrjá daga að eigin ósk og hrifust mjög af náttúru staðarins og mannlífi.

Að ósekju hefðu fleiri mátt mæta á þessa ágætu tónleika, sem var ókeypis á fyrir tilstuðlan Stafkirkjunefndar, en þessi tegund tónlistar naut sín einkar vel í Stafkirkjunni og unnendur þessarar aldagömlu tónlistar fögnuðu frábærum listamönnum vel að loknum tónleikunum.

Menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar sá um að skipuleggja ferð listamanna hingað og styrkti bærinn komu hópsins.  Farið var með hópinn um Heimaey og var honum sýndur markverðustu staðirnir hérna.  Jafnframt fór hann með þá í lundabyggð.  Síðan buðu þau hjónin Sigurgeir og Katrín  hópnum til kvöldverðar að Gvendarhúsi.

Fræðslu og menningarsvið.


Jafnlaunavottun Learncove