20. janúar 2004

Ef ég gæti flogið

 Innlegg í umræðuna frá Hjálmfríði Sveinsdóttur Í Vaktinni í gær 7. janúar er greint frá rannsókn sem  menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar hefur gert  um það  hve

 Innlegg í umræðuna frá Hjálmfríði Sveinsdóttur

Í Vaktinni í gær 7. janúar er greint frá rannsókn sem  menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar hefur gert  um það  hve margir grunnskólanemendur þurfi að ganga 1 km eða lengra ef nemendum grunnskólanna væri skipt efti aldri í grunnskólahúsin.  Niðurstaða hans er sú að um 25% nemenda þyrftu að ganga 1 km eða meira í skólann sinn.  Nú ætla ég ekki að leggja dóm á það hvort 1 km er hæfileg ganga eða ekki, það fer sjálfsagt eftir veðri og vindum, skreflengd nemenda, færð og fleiru.

En það að stika 1 km radius kringum skólahús og segja að gönguleiðin í skólann innan hringsins sé þá aldrei meira en  1 km er ekki rétt, því við mannfólkið getum ekki flogið!  Við þurfum að fara eftir stígum og gangstéttum og þá lengist leiðin í skólann.  Lausleg athugun með reglustiku og kortið í Vaktinni sýnir að 1 km loftlína getur verið 1,2 - 1,4 km gönguleið og jafnvel meira.

Ef við göngum nú út frá því áfram að 1 km ganga í skóla þyki viðunandi og það sem er umfram það þyki löng leið og við minnkum því radius hinnar hæfilegu göngu í 0,75 km, þá minnkar sniðmengið sem  sýnt er á kortinu í Vaktinni um  rúmlega 40%.  Í sniðmenginu búa eftir því sem mér skilst 75% barna, rúmleg 40% af þeim eru þá komin úr hæfilegu göngufæri og 44% af þessum 75% eru 33% barna í Eyjum, helmingur þeirra þarf að fara lengri leiðina í skólann og þá erum við komin með ca 42 % allra grunnskólabarna í Vestmanneyjum sem þurfa að ganga langa leið í skólann.
Nú ætla ég ekki að mæla á móti gönguferðum en það er fleira sem skiptir máli, við búum á stað sem er mjög vinda- og veðrasamur og í gær var fárviðri á tímabili og því lögðust allar gönguferðir af bæði stuttar og langar, þá er all mikil bíleign í bænum og mikli umferð og því alls ekki æskilegt að lítil börn séu ein á ferð við og yfir miklar umferðagötur.

Hjálmfr. Sveinsd.
Skólastjóri BV

DIV>

 

 

 

 


Jafnlaunavottun Learncove