Deiliskipulag fyrir Pompei Norðursins
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagsáætlun fyrir ?Pompei norðursins" uppgröft við Suðurveg.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á skóræktarsvæði í brekkunni austan við Austurbæinn verði hverfisverndarsvæði þar sem grafin verða út hús úr vikurskriðunni frá því gosinu á Heimaney 1973.
Uppgraftrarsvæðið sem hefur svæðismörk meðfram húsagötum til vesturs og Eldfellsvegi til austurs, verður grafið verður upp í áföngum. Grafið verður ca. 4-10m. á dýpt þar sem veggir standa með 60° halla upp að sléttu 3m. svæði í 48m. hæð, þaðan verði halli á uppgraftrarsvæði 45°. Á þessu slétta svæði er gert ráð fyrir að byggja yfir uppgraftrarsvæðið.
Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar: www.vestmannaeyjar.is, frá 30. mars 2005. til 27. apríl 2005. Nánari upplýsingar eru veitta hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar.
Eru þeir sem telja sig hagsmuna eiga að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa eigi síðar en kl. 14:00, 11. maí 2005.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir tillögunni.
Vestmannaeyjum, 30. mars 2005.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar