Deildarstjóri í Kirkjugerði
100% starf deildarstjóra
Leikskólinn Kirkjugerði óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan deildarstjóra í 100% starf frá nóvember 2025.
Kirkjugerði er 7 deilda leikskóli sem vinnur eftir hugmyndafræði Hugsmíðahyggjunnar. Í skólanum dvelja að jafnaði 123 börn á aldrinum 1-5 ára. Einkunnarorð skólans eru: Gleði, félagsfærni og jákvæður agi.
Menntun og hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af deildarstjórn í leikskólastarfi æskileg.
- Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta.
- Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð
Helstu verkefni:
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi.
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á faglegu starfi deildarinnar.
- Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu í samstarfi við aðra stjórnendur.
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur deildarstjóra.
___________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember
Vakin er athygli á því ef ekki fæst starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyja Bryngeirsdóttir skólastjóri Kirkjugerðis í síma 4882280 og eyja@vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf auk meðmæla og afriti af leyfisbréfi.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.