Dagur Tónlistarskólans
Í sal skólans laugardaginn 28. febrúar n.k. Aðgangur ókeypis.
Hinn árlegi dagur Tónlistarskólans verður í sal skólans á laugardaginn kemur og hefst
Í sal skólans laugardaginn 28. febrúar n.k. Aðgangur ókeypis.
Hinn árlegi dagur Tónlistarskólans verður í sal skólans á laugardaginn kemur og hefst kl. 15:00.Hann var fyrst haldin 1985 og fjöldi nemenda sem þar hafa komið fram í fyrsta skipti og sýnt getu sína er orðinn mörg hundruð. Fyrstu tónlistardagarnir voru haldnir í Alýðuhúsinu að sögn skólastjórans Guðmundar H. Guðjónssonar. Tónlistardagurinn flyst síðan niður í Listaskóla Vestmannaeyja um leið og Tónlistarskólin fer þangað frá Arnardrangi.
Þarna koma fram nemedur, kennarar og Litla lúðrasveitin sem spilar nokkur lög. Þessi dagur er sérstaklega tileinkaður lúðrasveitum Tónlistarskólans.
Foreldrafélag Litlu lúðrasveitarinnar mun að vanda standa fyrir kaffiveitingum til fjáröflunar fyrir starfsemi sveitanna sem notast til að standa straum af kostnaði vegna ferða í æfingabúðir, landsmót skólalúðrasveita, sem haldið er annað hvert ár ofl.
Við viljum hvetja alla til að mæta og hlýða á skemmtilega tónlist og fjörlega framkomu meðlima.
Verð veitinga er kr. 800 fyrir fullorðna , 400 kr fyrir börn og fyrir þá sem mæta með fullan maga verður ekki krafist sérstaks aðgangseyris frekar en af hinum að sögn Guðmundar skólastjóra.
Vakin er athygli á að all miðvikudaga eru haldnir opnir Tónfundir í sal skólans kl 17:30 - 18:00. Þar koma nemendur skólans fram með tilbúin verk sín.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs