18. mars 2024

Dagur Stærðfræðinnar 14. mars 2024

Fimmtudaginn 14.mars var dagur stærðfræðinnar og ákvað Víkin 5 ára deild í Hamarsskólanum að halda upp á daginn með skemmtilegri stöðvavinnu. 

Börnin á Víkinni fara í stærðfræðitíma einu sinni í viku þar sem lögð hefur verið áhersla á talningu, form og hin ýmsu stærðfræðihugtök. Megináhersla stundarinnar er nám í gegnum leikinn og unnið er markvisst að því að finna nýjar og fjölbreyttar leiðir til náms.

Á Víkinni eru þrjár deildir og var ákveðið að hafa 3 stærðfræðistöðvar á hverri deild. Þar fengu börnin tækifæri til þess að fá fjölbreytta nálgun á stærðfræðinám í litlum hópum. Dagurinn lukkaðist mjög vel þar sem bæði börn og kennarar skemmtu sér í leikjum og námi með ólíkan efnivið t.d. legókubba, tölur, steina, spil, dublokubba og fleira.

Eins og sjá má á myndunum er leikur að læra :)