16. nóvember 2004

Dagur íslenskrar tungu

Haldinn hátíðlegur í níunda skipti Í dag er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í níunda skipti. Fjöldi skóla hefur haldið upp á daginn með ýmsu móti undanfarin ár og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt. Hér verður

Haldinn hátíðlegur í níunda skipti

Í dag er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í níunda skipti. Fjöldi skóla hefur haldið upp á daginn með ýmsu móti undanfarin ár og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt. Hér verður leitast við að gefa kennurum hugmyndir að skemmtilegum verkefnum sem nota má í tilefni dagsins. Á vefsíðu menntamálaráðuneytisins er að finna lista yfir fjölbreytt verkefni. Í Leikjabankanum/Leikjavefnum eru margir leikir sem henta vel til notkunar á degi íslenskrar tungu má þar t.d. nefna flokk um orðaleiki. Þar eru m.a. leikir til að finna málshátt, búa til orð, safna orðum o.s. frv.

Kynnið ykkur einnig stórskemmtilegan íslenskuvef Mjólkursamsölunnar.

Hvernig ætla skólar að halda daginn hátíðlegan?
Ýmsir skólar hafa þegar ákveðið hátíðarhöld í tilefni dagsins. Á vefsíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur má sjá nokkur dæmi um það.

Deilið hugmyndum
Margir skólar hafa unnið athyglisverð verkefni á degi íslenskrar tungu. Gaman væri ef skólar vildu deila skemmtilegum hugmyndum með öðrum. Þær má senda á netfangið jong@nams.isog verður þeim þá komið á framfæri hér á síðunni.

Ljóðagerð
Smelltu á krækjuna til að skoða kennsluhugmyndir. Ljóðagerð


Listaskáld íslenskrar tungu
Hvað gerir Jónas Hallgrímsson svo merkilegan að við höldum dag íslenskrar tungu hátíðlegan á fæðingardegi hans. Ekki eru til algild svör við þessari spurningu en eftir lestur samantektar Ingólfs Steinssonar, Listaskáld íslenskrar tungu, ættu allir að verða einhvers fróðari.

 


Jafnlaunavottun Learncove