Dagskrá sumardagsins fyrsta 2005
Hjálögð er dagskrá Sumardagsins fyrsta sem að þessu sinni er sameiginlegt átak Vestmannaeyjabæjar og Skátafélagsins Faxa.
Þetta kemur til í framhaldi af því langsbyggðin er nú í fyrsta sinn með í dagskrá, sem Reykjavíkurborg innleiddi í fyrra undir nafninu ?Ferðalangur á heimaslóð". Dagskráin er hugsuð er til að kynna heimamönnum víðsvegar um landið eitthvað af því sem þeirra eigin ferðaþjónusta hefur uppá að bjóða. Nokkur ferðaþjónustu fyrirtæki bæjarins gripu gæsina og ætla að vera með kynningu eða sértilboð í tilefni dagsins. Hápunkturinn í Flugstöðinni verður örugglega sýning á gömlum og nýjum myndum úr fluginu allt frá dögum véla Bjarna Jónassonar fram til þess að núverandi vélarkostur Flugfélags Vestmannaeyja tók við. Skátarnir eru aftur með sína hefðbundnu dagskrá í Íþróttahúsinu, sem hefst með skrúðgöngu frá Ráðhúsinu kl. 13.30.
Frekari upplýsingar er að finna á www.ferdalangur.is