29. apríl 2025

Dagdvalarfulltrúi í dagdvölina Bjargið

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir dagdvalarfulltrúa í afleysingu í eitt ár í 100% stöðu í Bjarginu dagdvöl. 

Vinnutími er dagvinna virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1 júní.

Markmið dagdvalar er að styðja aldraða einstaklinga til að búa sem lengst á eigin heimilum við sem eðlilegastar aðstæður og að rjúfa félagslega einangrun. Áhersla er lögð á að viðhalda og örva einstaklinga til bættrar andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.

Í dagdvölinni Bjarginu eru 10 almenn dagdvalarrými og 5 sérhæfð dagdvalarrými fyrir einstaklinga með heilabilun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með ákveðnum verkefnum og/eða málaflokkum í dagdvölinni í samráði við deildarstjóra dagdvalar
  • Samstarf við iðjuþjálfa og eftirfylgni með virkniplani
  • Meta heilsufar og hjúkrunarþjónustu í samráði við heimahjúkrun
  • Aðstoða þjónustuþega við athafnir daglegs lífs
  • Stuðningur og ráðgjöf til þjónustuþega og aðstandenda
  • Upplýsingamiðlun og skráning í kerfi
  • Verkefni deildarstjóra í fjarveru hans
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og starfsleyfi sem sjúkraliði
  • Reynsla af þjónustu við aldraða er æskileg
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Færni í samskiptum og jákvætt viðmót
  • Fagmennska og frumkvæði
  • Hæfni í þverfaglegu starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta í máli og riti

Upplýsingar veitir Ragnheiður Lind Geirsdóttir deildarstjóri á netfangið ragnheidurg@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2610.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið ragnheidurg@vestmannaeyjar.is

Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn.

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Umsóknarfrestur er til 20 maí 2025.


Jafnlaunavottun Learncove