29. mars 2005

Byggðasafn og páskahelgin

Listamaðurinn Hólmsteinn gaf Byggðarsafni myndina Bátaspil. Hér má sjá mynd af honum og einum gestanna á Uppgefnum nytjahlutum. Á skírdag hélt Hólmsteinn Snædal frá Akureyri eri

Listamaðurinn Hólmsteinn gaf Byggðarsafni myndina Bátaspil. Hér má sjá mynd af honum og einum gestanna á Uppgefnum nytjahlutum.

Á skírdag hélt Hólmsteinn Snædal frá Akureyri erindi og ljósmyndasýningu sem hann kallar Uppgefnir nytjahlutir á Byggðasafni.

Sýningin var vel sótt og mæltist mjög vel fyrir.  Umfjöllunarefni sýningarinnar átti vel við á Byggðasafni þar sem var verið að fjalla um hluti sem eru að hverfa úr notkun og vitund okkar og liggja eftir án þess að nokkur líti á þá og hugsi um til hvers þeir hafi verið.  Á laugardeginum fórum við með sýninguna út á Hraunbúðir og voru vistmenn og aðrir gestir mjög ánægðir með heimsóknina og sýninguna. 

Hólmsteinn eftirlét safninu eina af myndum sínum og texta og kann Byggðasafnið honum bestu þakkir fyrir gjöfina. 

Einnig var síðasta opnunarhelgi sýningarinnar Líf og Dauði í Landlyst um páskahelgina.  Mikill gestagangur var á opnunartíma og afar ánægjulegt að sjá svo marga gesti í Landlyst. 

Að sýningunni lokinni vill safnvörður Byggðasafns koma þökkum á framfæri til þeirra sem að komu á einhvern hátt að sýningunni, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.

Hlíf Gylfadóttir, safnvörður Byggðasafn Vestmannaeyja.

Fræðslu og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove