Búhamar og Dverghamar geta nú tengst ljósleiðrara Eygló
Í gær sendi Eygló fjarskiptafyrirtækjunum lista yfir þau hús í Búhamri og Dverghamri sem eru nú tengd ljósleiðaraneti Eygló.
Íbúar eftirtalinna húsa í Búhamri og Dverghamri geta nú haft samband við sína þjónustuaðila og kannað hvort að þeir séu ekki tilbúnir með ljósleiðaratengingu fyrir þá.
Búhamar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 12, 17, 19, 21, 23, 24, 25, 26, 31, 33, 35, 38, 41, 42, 44, 46, 48, 50, 52, 58, 60, 62, 64, 66, 70, 72, 74, 76, 78, 82, 84, 86, 88, 90
Dverghamar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14
Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf.
Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Ljósleiðarans (Gagnaveitan). Einnig er Tölvun ehf í Vestmannaeyjum komið inn með sinn búnað.
Rétt er að taka það fram að Eygló ehf. sinnir einungis þessum þremur fjarskiptafélögum sem samið hafa við félagið. Öll notendaþjónusta og sala er í höndum fjarksiptafélaga á endursölumarkaði.