Brunamálaskólinn með námskeið í Eyjum
Um sl. helgi sóttu 16 slökkviliðsmenn 30 klst. námskeið um eiturefni á vegum Brunamálaskóla Íslands. Efni námskeiðsins var bæði bóklegt og verklegt kennarar komu frá Keflavíkurflugvelli þeir Jón Emil Árnason og Georg Arnar Þorsteinsson
Um sl. helgi sóttu 16 slökkviliðsmenn 30 klst. námskeið um eiturefni á vegum Brunamálaskóla Íslands. Efni námskeiðsins var bæði bóklegt og verklegt kennarar komu frá Keflavíkurflugvelli þeir Jón Emil Árnason og Georg Arnar Þorsteinsson. Farið var yfir öll helstu áhættu atriði sem gæti þurft að glíma við. Sett var upp efnaslys í Vinnslustöðinni í samráði við vélstjórann Óðinn Kristjánsson og slökkviliðsmenn í efnabúningum fóru inn og leystu verkefnin sem upp voru sett svo sem að loka fyrir allskonar gas og eiturefnaleka. Farið var yfir hættu sem skapast við eld í flugvélum og notkun froðu við olíuelda. Þótti námskeiðið takast með ágætum.
Ragnar Þór Baldvinsson Slökkviliðsstjóri.