8. desember 2004

Brautargengi - 33 konur ljúka námskeiði um stofnun og rekstur fyrirtækja á Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum

Brautargengi er námskeið sem haldið er af Impru nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun og er fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og stunda eigin atvinnurekstur.  Það var nú í haust kennt í tólfta sinn en það hóf göngu

Brautargengi er námskeið sem haldið er af Impru nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun og er fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og stunda eigin atvinnurekstur.  Það var nú í haust kennt í tólfta sinn en það hóf göngu sína í Reykjavík árið 1996. 

Nú í haust var námskeiðið haldið í þriðja sinn haldið utan höfuðborgarsvæðisins en það hófst 18. september sl. og líkur með útskrift miðvikudaginn 15. desember.  Þátttakendur voru 33, frá Akureyri, Vestmannaeyjum og Egilsstöðum og voru staðirnir tengdir saman með fjarfundabúnaði. 

Lögð var áhersla á að þátttakendur kynntust grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og þeim þáttum sem snúa að fyrirtækjarekstri s.s. stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum.  Í lok verkefnisins hafa þátttakendur skrifað viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mikilvæg við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja.  Námskeiðið er samtals 70 klst og er eingöngu fyrir konur en það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir slíkan vettvang fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptalífinu. 

Mikil fjölbreytni var í þeim verkefnum sem unnin voru á námstímanum og má sem dæmi nefna ýmiss konar þjónusta við ferðamenn, auglýsingastofu, verslun og þróun á nýjum vörum sem ætlaðar eru bæði á heimamarkað og til landkynningar erlendis.  Á námskeiðinu kom einnig glögglega í ljós að konur hafa fullan hug á að nýta þekkingu sína og reynslu við að byggja upp atvinnutækifæri fyrir sig og aðra í sinni heimabyggð.    

Brautargengi var styrkt af Byggðastofnun, Akureyrarbæ, Ólafsfjarðarbær, Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, Fljótsdalshéraði, Austurbyggð, Fjarðabyggð og Þróunarstofu Austurlands.

Útskrifað verður á öllum stöðunum þremur næstkomandi miðvikudag kl. 15:00 með aðstoð fjarfundabúnaðar. 

Á Akureyri fer útskriftin fram í húsnæði Símeyjar, Þórsstíg 4, í Vestmannaeyjum í húsnæði  Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, Strandvegi 50 og á Egilsstöðum í húsnæði Fræðslunets Austurlands, Tjarnarbraut 39.


Jafnlaunavottun Learncove