23. ágúst 2004

Brautargengi

Impra nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið Brautargengi á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum fyrir konur sem vilja læra um stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja
Impra nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið Brautargengi á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum fyrir konur sem vilja læra um stofnun og rekstur fyrirtækja.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og mun Eygló Harðardóttir sjá um kennslu í markaðsmálum og leiðbeinendastörf fyrir nemendur í Vestmannaeyjum. 
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:
  • vinni viðskiptaáætlun
  • kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis
  • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármaálum og stjórnun.
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnatímum og persónulegri handleiðslu.
Kennsla hefst 18. september og er kennt einu sinni í viku í 15 vikur.
Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Arnheiði Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra í síma 4621700, á www.impra.is eða í netfangið arnheidurj@iti.is.  Skráningu lýkur 14. september n.k.  Fjöldi nemenda í Vestmannaeyjum er takmarkaður við 15 nemendur.
Þátttakendur á Brautargengi eru styrktir af Akureyrarbæ, Vestmannaeyjabæ og Austur-Héraði.
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja vill hvetja allar konur í Vestmannaeyjum sem eru með viðskiptahugmynd eða eru í rekstri og vilja gera betur til að taka þátt í þessu námskeiði.

Jafnlaunavottun Learncove