Börn eru bæði stelpur og strákar
Námstefna um kynjanámskrá Hjallastefnunnar haldin í Hveragerði 22.-23. október 2003. Greinagerð frá leikskólastjóra Sóla.
Hjallaráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti og er þetta í fjórða skiptið sem slík ráðstefna er haldinn. Tuttugu þátttakendur sátu ráðstefnuna fyrir hönd Sóla. Kynning leikskólanna er alveg orðinn ómissandi þáttur af ráðstefnunni. Þá fer allt starfsfólk upp og kynnir sinn skóla með söng eða öðru.
Fyrirlestu Margrétar Pálu um kynjanámskránna var mjög fræðandi og skemmtilegur. Þar sagði hún frá þeim forsemdum sem liggja að baki kynjaskiptingunni og því sem hún skilar sér í starfi. Skiptingin er leið til jakvæðrar blöndunar þar sem samkiptavinnan á að sýna getu hvors kyns fyrir sig, sem síðan leiðir til þess að kynin geti mæst á jákæðan hátt og borið virðingu hvort fyrir öðru. Þannig stuðlar leikskólinn að jafnrétti með því að vinna eftir kynjanámskrá Hjallastefnunnar.
Í umræðuhópunum var rætt um kynjanámskránna og hvernig hún er að skila sér í starfi miðað við aldur og kyn barnanna. Þetta voru fámennir hópar þannig að umræðan skilaði sér vel til allra. Skipting í málstofur fór eftir 6 meginreglum Hjallastefnunnar. Starfsfólk Sóla átti fulltrúa í öllum málstofunum til þess að þær upplýsingar sem þar kæmu fram skiluðu sér sem best til alls starfsfólks.
Fyrirlestur dr. Rannveigar Traustadóttur byggði á rannsókn sem hún er að vinna um konur í minnihlutahópum og því viðhorfi sem þær mæta úti í samfélaginu. Fyrirlesturinn var mjög fræðandi og komu margar upplýsingar okkur þar á óvart.
Þar sem dagskráin hafði dregist misstum við af lokum fyrilestursins og fyrirspurnum vegna þess að við þurftum að fara í Herjólfi.
Þegar upp er staðið er starfsfólk mjög ánægt með þessa námstefnu í heildina og er þetta nauðsynlegur þáttur í okkar starfi við að þróa Hjallastefnuna á Sóla.
Sjá dagskrá ráðsstefnunar hér fyrir neðan og Meginreglurnar 6
Dagskrá Föstudagur
Kl. 8:30 Afhending námskeiðsgagna - Hótel Örk.
Kl. 9:00 Setning ráðstefnunnar, ráðstefnustjórar Guðrún Jónsdóttir og Jensína Hermannsdóttir
Kl. 9:15 Ávarp; Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ.
Kl. 9:30 Kynning leikskólanna; hver leikskóli kynnir sig.
Kl. 10:15 Kaffihlé.
Kl. 10:45 Námskeið eingöngu fyrir starfsfólk eldhúsa; Sólveig Eiríksdóttir (Solla á Grænum kosti) kennir.
Kl. 10:45 Kynjanámskrá Hjallastefnunnar; fyrirlestur Margrét Pála Ólafsdóttir.
Kl. 12:15 Hádegishlé.
Kl. 13:30 Umræða um kynjanámskrána (skipt í hópa eftur kyni og aldri þeirra sem unnið er með).
Kl. 14:30 Kaffihlé.
Kl. 15:00 Málstofur; 6 málstofur um hverja af 6 meginreglum Hjallastefnunnar.
Kl. 16-17 Samkoma. Tónlistaratriði Páll Óskar og Monika Adendroth.
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður.
Laugardagur
Kl. 10:00 Fyrirlestur; dr. Rannveig Traustadóttir prófessor við uppeldis og menntunarfræðideild Háskóla Íslands.
Kl. 11:00 Umræður og fyrirspurnir.
Kl. 12:00 Ráðstefnuslit og afhending þátttökuskírteina.
Meginreglurnar 6
1. Hjallastefnunni er ætlað að mæta hverju barni eins og það er og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga sem allir hafa þarfir sem leikskólinn lagar sig að...
...í stað þess að öll börn eigi að nálgast sömu getu og laga sig að kröfum og aðstæðum (leik)skólans og horft er fram hjá neikvæðum niðurstöðum úr stöðugri blöndun á öllum sviðum og jafningjahópur er orðinn fátíður.
Börn eru eins misjöfn og þau eru mörg. Öll börn eru sérþarfabörn og leikskólanum ber að mæta þörfum allra barna því að skólar eru til fyrir börn en ekki börn fyrir skóla. Hjallakennarar fagna fjölbreytileikanum innan barnahópsins og breyta starfsháttum sína eftir stöðu ?sinna barna" hverju sinni.
Fastur kennari/hópstjóri er heilt skólaár til að tryggja hvert barn. Fastir hópar eru til að tryggja vináttu og samstöðu. Vinirnir eiga að vera aðalatriðið og hverju barni er gagnlegra að þekkja fáa vel en marga illa og "líkir jafnan leika best?. Aldursskiptir jafningjahópar eru síðan til að mæta jafningjaþörfum og skapa jafningjavináttu.
Kynjaskipting er notuð til að tryggja bæði kyn og gefa stúlkum og drengjum uppbót fyrir það sem þau hafa farið á mis við vegna kynferðis í samfélagi sem ekki hefur enn náð jafnréttismarkmiðum sínum.
Umsjón með málstofu um meginreglu 1 hafa Ágústa María Arnardóttir og Ásrún Vilbergsdóttir frá leikskólanum Ásum.
2. Hjallastefnunni er ætlað að byggja upp þau viðhorf í starfi að jákvæðni, gleði og kærleiki ráði alltaf ferðinni milli starfsfólks og gagnvart börnum og foreldrum...
...í stað þess að hleypa ábyrgðarleysi neikvæðni og dóma af stað svo og að andæfa gegn þeirri tilhneigingu að ?kenningar", skólafræðsla og þjálfun yfirtaki einfalda gleði og kærleika leiks og samvista starfsfólks við ung börn.
Viðhorf Hjallakennara til starfsins er að börn komi í leikskóla til að æfa vináttu og samskipti gegnum leik og leiki. Því er áherslan lögð á þá þætti sem helst skapa farsæld í vináttu og samskiptum einstaklinga og hópa á millum. Jákvæðni, gleði og kærleikur ásamt samkennd, ábyrgð og aga eru því mikilvægustu námsgreinarnar sem allt starf á að miðast við og allt annað verður fyrir að víkja.
Umsjón með málstofu um meginreglu 2 hafa Matthildur Hermannsdóttir og Hulda Hauksdóttir frá leikskólanum Laufásborg.
3. Hjallastefnunni er ætlað að skapa leikskólasamfélag sem er einfalt og gagnsætt og börn skilja og er þeim viðráðanlegt í takti við aldur þeirra, þroska og getu...
...í stað þess að ætla þeim að lifa við flókið umhverfi þar sem reglur eru síbreytilegar, allt fullt af dóti og drasli og engar "umferðarreglur? sýnilegar heldur gefin munnleg skilaboð og huglæg fyrirmæli sem henta öðrum aldri.
Leikskóli er fyrsta þjálfunin sem börn fá sem þátttakendur í opinberu samfélagslífi og þau þurfa að læra hvaða leiðir eru færastar til að komast af meðal margra, þ.e. samskipti, vinátta og góð hegðun. Einkaheimili kenna einkalíf og byggja upp tilfinninga- og tengslagrunn sem enginn leikskóli getur kennt.
Þess vegna leggja Hjallaskólar ofuráherslu á umhverfi, búnað og skipulag dagskrár á sundurgreindan, einfaldan og öruggan hátt til að samfélagið virki, umferðin gangi skv. umferðarreglum og gagnsæi og einfaldleiki gerir börnum kleift að læra að ferðast um samfélagið fljótt og örugglega.
Umsjón með málstofu um meginreglu 3 hafa Guðrún Jónsdóttir og Sigurbjörg Vilmundardóttir frá leikskólanum Hjalla.
4. Hjallastefnunni er ætlað að bjóða upp á opið leikefni þar sem ímyndun barna ræður ferðinni og sjálfbjarga börn skapa sinn eigin leikheim í friði innan ramma leikskólans...
...í stað þess að bjóða þeim upp á innantóma afþreyingu eða handavinnu sem ekki krefst samskipta eða sköpunar og kennir þeim aðeins að leita að lausnum sem aðrir hafa verksmiðju-framleitt og þau læra að vantreysta eigin getu.
Leikföng eru ekki af hinu illa en gildi þeirra ræðst af því hvernig og hversu mikið þau eru notuð. Leikskólinn á að vera viðbót við uppeldi heimilanna en ekki eftiröpun eða samkeppni. Því er hlutverk leikskólans í dag að bjóða upp á leikefni frábrugðið því sem börn eiga heima.
Leikföng er búið að úthugsa áður en þau komast í hendur barna og fela oftast í sér leit að hinni einu "réttu lausn?. Það er í sjálfu sér allt í lagi, svo fremi sem eitthvað fleira og meira skapandi fyrir hugsun barna er í boði.
Ofnotkun á leikföngum getur valdið því að börn festist í innantómri afþreyingu og jafnvel að barn einangri sig frá samskiptum þar sem samskipta er oft ekki krafist í leikfanganotkun.
Umsjón með málstofu um meginreglu 5 hafa Agnes Braga Bergsdóttir og Sólrún Ólafsdóttir frá Barnaskóla Hjallastefnunnar.
5. Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum að virða umhverfið með nýtni, nægjusemi og hófsemi, umhirðu um náttúruna og endurvinnslu eftir föngum...
...í stað þess að taka þátt í gengdarlausri sóun umhverfisins þar sem allir verða að eiga allt og börn læra virðingarleysi fyrir dauðu og lifandi því það er af nógu að taka og svo má henda í stað þess að gera við eða endurvinna.
Nægjusemi er að læra að una við sitt. Grasið er ekki grænna ?hinu megin" og öllum er hollt að láta sig vanta eitthvað og láta á móti sér öðru hvoru. Nægjusemin eykur því einbeitingu og minnkar spennu. Nýtni og umhyggja fyrir umhverfi sínu kennir virðingu fyrir því sem til er. Til hvers að kaupa nýja liti ef hægt er að spelka þá gömlu? Hamingjan verður víst ekki keypt hvað svo sem auglýsingavaldið segir.
Þjálfun í að bjarga sér sjálf/ur og bíða ekki eftir að einhver komi og bjargi málinustyður börn til sjálfstæðis og trúar á eigin getu.
Umsjón með málstofu um meginreglu 4 hafa Dóra Margrét Bjarnadóttir og Þórelfur Jónsdóttir frá Barnaskóla Hjallastefnunnar.
6. Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum aga og hegðun á jákvæðan, hlýlegan og hreinskiptinn hátt þar sem taminn vilji er leiðin til öryggis og frelsis fyrir alla...
...í stað undanlátssemi sem leyfir börnum að ræna völdum og stjórna í skjóli valdaráns sem þau hafa engar forsendur til að axla og í stað þess að nöldra, skammast og þora ekki að taka fullorðinsábyrgð á að stjórna og temja.
Agi er óendanlega mikilvægur - en alltof fátíður í íslensku skólakerfi. Agi gefur öllum öryggi sem ekki fæst án aga. Að auki gefur agi rósemd og frið og minnkar öllu betur hættu á spennu, streitu og ótta sem veldur ofbeldi og einelti.
Agi er einfaldlega að fara eftir reglu og halda sig innan rammans og slíkt kostar æfingu. Agi gefur síðan hverjum og einum vald yfir aðstæðum sínum og slíkt vald gefur frelsi. Að auki er aginn tamning þess guðdómlega vilja sem börn koma með í farteskinu og slík taming er forsenda þess að viljinn nýtist þeim sem jákvæður drifkraftur í stað þess að vaxa villt yfir höfuð þeim eða vera brotinn og þar með gagnslaus.
Umsjón með málstofu um meginreglu 6 hafa Jensína Edda Hermannsdóttir og Arna Guðrún Jónsdóttir frá leikskólanum Seljaborg.
Andrés Sigurvinsson fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.