26. ágúst 2004

Borgarráð Reykjavíkur þakkar Vestmanneyingum sérstaklega fjölbreytt framlag til Menningarnætur.

Eftirfarandi er m.a. að finna á vef Reykjavíkurborgar.  Sýning Vestmannaeyinga opin fram á sunnudag. Vestmanneyingar voru sérlegir heiðursgestir Reykjavíkur á menningarnótt í ár og buð

Eftirfarandi er m.a. að finna á vef Reykjavíkurborgar.  Sýning Vestmannaeyinga opin fram á sunnudag.

Vestmanneyingar voru sérlegir heiðursgestir Reykjavíkur á menningarnótt í ár og buðu þeir til mikillar veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Mikið fjölmenni var í Ráðhúsinu á menningarnótt og mikið fjör eins og vænta mátti af Eyjamönnum.  Lundar og hraun prýddu m.a. Tjarnarsalinn.  Vestmannaeyingar voru ekki bara með skemmtilega og fjöruga dagskrá á menningarnótt heldur settu þeir upp glæsilega sýningu um mannlíf og sögu Vestmannaeyja.

Þessi sýning er enn í gangi í Tjarnarsal Ráðhússins og mun verða opin fram á sunnudag.  Borgarbúar eru hvattir til að kíkja við í Ráðhúsi Reykjavíkur og skoða sýninguna. Slóð http//www.reykjavik.is

Andrés Sigurvinsson, fræðslu og menningarsvið.


Jafnlaunavottun Learncove