21. október 2024

Bleiki dagurinn, 23. október

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar í október ár hvert.

Á Bleika daginn eru íbúar Vestmannaeyjabæjar hvattir til að sína verkefninu stuðning með því að klæðast bleiku og hafa bleika litinn í fyrirrúmi sem víðast. Lýsa með því upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleikur október er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar í október ár hvert. 

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda þeim skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og verða þær birtar á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Notast er við myllumerkið #bleikaslaufan


Jafnlaunavottun Learncove