30. október 2025

Bjargið Dagdvöl

Í byrjun október var ákveðið að við á Bjarginu myndum búa til fallegar lyklakippur í tilefni af bleikum október. 

Við vildum í leiðinni selja þessar lyklakippur og styrkja Krabbavörn í Vestmannaeyjum allan ágóðann.Gekk salan heldur betur vel og langt fram yfir allar væntingar. Bjargið styrkir Krabbavörn um 100.000kr og komu þær Olga og Guðrún og tóku við styrknum.

Takk fyrir allir sem keyptu og í leiðinni styrktu þetta frábæra félag.

Að sama skapi hvetjum við alla að styrkja Krabbavörn í Vestmannaeyjum.

651090-2029

0582-26-2000

 

  • Bjargid
  • Bjargid-II

 

 


Jafnlaunavottun Learncove