9. nóvember 2004

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2004 að auglýsa tillögu að nýju  Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 samkvæmt 18. gr.  skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2004 að auglýsa tillögu að nýju  Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 samkvæmt 18. gr.  skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Skipulagstillagan, þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrættir ásamt fylgigögnum, greinargerð og athugasemdum Skipulagsstofnunar munu liggja frammi á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1, í Safnahúsinu við Ráðhúströð í Vestmannaeyjum og hjá Skipulagsstofnun, Laugarvegi 166 í Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 16.nóvember 2004 til og með föstudagsins 17. desember 2004.

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 29. desember 2004 og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum.
Á sama tíma eru uppdrættir og greinargerð til kynningar á vef Vestmannaeyjabæjar:  http://www.xtreme.is/vestmannaeyjar.is/?p=100&i=483  , þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til Umhverfis- framkvæmdasviðs á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan ofangreinds frests, teljast samþykkja hana.

Vestmannaeyjum, 9. nóvember 2004.
F.h. Vestmannaeyjabæjar.
Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs


Jafnlaunavottun Learncove