Auglýsing um staðfestingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014.
Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 4. mars 2005 staðfest aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.Uppdrættir og greinargerð hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Bæjarstjórn
Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 4. mars 2005 staðfest aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
Uppdrættir og greinargerð hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt aðalskipulagsáætlunina og Skipulagsstofnun afgreitt hana til staðfestingar.
Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Vestmannaeyja 1988-2008 frá 2. júlí 1990, með síðari breytingum.
Umhverfisráðuneytinu, 4. mars 2005.
Sigríður Auður Þórðardóttir.