Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir þjónustustofnanir í Vestmannaeyjum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 27. janúar 2005. að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir þjónustustofnanir í Vestmannaeyjum í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Tillagan felst í meginatriðum í því að sunnan Heilbrigðisstofnunar er áformað að rífa núverandi leikskóla og byggja nýjan 1.000-1.150 m² 6-deilda leikskóla á 5.350m2 lóð.
Einnig er fyrirhugað að stækka Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til norðurs frá núverandi byggingu.
Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is, frá 4. febrúar. 2005 - 4. mars 2005. Nánari upplýsingar veitir skipulags-og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflagar athugasemdir við tillöguna sem skulu hafa borist Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar Tangagötu 1, eigi síðar 18. mars 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.
Vestmannaeyjum, 4. febrúar 2005.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar