6. maí 2020

Auglýsing - nýtt deiliskipulag

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði AT-1 sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Jafnframt samþykkti Bæjarstjórn að falla frá fyrri tillögu að deiliskipulagi svæðisins dags. 8. júlí 2019.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir austurhluta athafnasvæðis AT-1 og hluta miðsvæðis M-1. Skipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar 14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Deiliskipulagssvæðið er um 2,7 ha að stærð. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti í mkv 1:1000, dags. 20. apríl 2020. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 8. maí 2020 til og með 19. júní 2020. Tillagan verður einnig birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjabær.is undir Skipulagsmál.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 19. júní í afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is

Skipulagsfulltrúi