8. febrúar 2005

Auglýsing frá barnamenningarsjóði

Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 10. mars 2005. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu og á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is

Vakin er athygli á að stjórn barnamenningarsjóðs stendur fyrir málþingi um barnamenningu laugardaginn 5. mars 2005 sem nánar verður tilkynnt um síðar.

Stjórn Barnamenningarsjóðs 4. febrúar 2005



 
 

Jafnlaunavottun Learncove