15. febrúar 2004

Atvinnumál- námskeið í gerð umsókna

Vegna mikillar eftirspurnar í Eyjum hefur Vestmannaeyjabær í samvinnu við Visku ákveðið að halda námskeið fyrir Eyjamenn í gerð umsókna þann 21.febrúar n.k.  Rætt hefur verið um að umsóknir frá Vestmannaeyjum hafi ýmist ve
Vegna mikillar eftirspurnar í Eyjum hefur Vestmannaeyjabær í samvinnu við Visku ákveðið að halda námskeið fyrir Eyjamenn í gerð umsókna þann 21.febrúar n.k. 
Rætt hefur verið um að umsóknir frá Vestmannaeyjum hafi ýmist verið fáar eða ekki nægilega vel unnar.  Styrkúthlutanir til Eyja frá opinberum aðilum hefur a.m.k ekki verið að sama marki og norðanmenn hafa fengið.  Vegna þessa er haldið námskeið í gerð faglegra umsókna sem eru líklegri til árangurs.
 
Námskeið í gerð umsókna
Námskeiðið verður haldið 21. febrúar kl. 10:00 - 15:00 í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Námskeiðsgjald er kr. 2.500 og innifelur námskeiðsgögn og kaffi.

Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað þeim sem þurfa að skýra viðskiptahugmyndir sínar eða annarra með það markmiði að fá aðstoð í formi fjárhagslegra styrkja eða ákveðinnar þekkingar.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið snýst um það hvernig sterk umsókn er sett fram. Með sterkri umsókn er átt við að þess sé gætt að uppfylla öll skilyrði sem sett eru fram af hálfu styrkveitanda og að umsókn sé trúverðug og framsetning öll skýr. Þá er fjallað um hvað styður góða umsókn og hvernig slík gögn eru notuð.

Markmið námskeiðsins
Að auðvelda þátttakendum gerð umsókna
Að auka möguleika þátttakenda á aðstoð við framkvæmd viðskiptahugmynda sinna
Að bæta færni þátttakenda í að greina og skipuleggja aðalatriði umsókna út frá þeim möguleikum sem eru í boði hverju sinni

Dagskrá:
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, ýmsum sýnidæmum og umræðum og fjallar um eftirfarandi þætti.
Hvaða styrkir eru í boði, hvenær?
  • Atvinnumál
  • Menning
  • Evrópustyrkir

Gerð umsóknar:

  • Uppsetning, innihald og frágangur umsókna
  • Dæmi um umsóknir og gagnrýni
  • Gerð umsóknar


Staðsetning:
 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Tími: Kl: 10:00-12:00: og 12:30-15:00, laugardaginn 21. febrúar n.k.
Leiðbeinandi: Hörður Baldvinsson, ráðgjafi
Verð: 2500 kr, námskeiðisgögn og kaffi innifalið í verði.
Skráning: Fer fram hjá Visku eða hjá ritara Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar (s. 488 5030, inga@vestmannaeyjar.is ).

 


Jafnlaunavottun Learncove