7. mars 2005

Atvinnumál fatlaðra - Opið hús

Nýtt merki á vörum frá vinnu- og verkþjálfunarstöðum Í dag eru samtök um vinnu- og verkþjálfun að hefja kynningu á nýju merki sem notað verður til kynningar á vöru og þjónustu þeirra 23 vinnu - og verkþjálfunarstöðva sem eru

Nýtt merki á vörum frá vinnu- og verkþjálfunarstöðum

Í dag eru samtök um vinnu- og verkþjálfun að hefja kynningu á nýju merki sem notað verður til kynningar á vöru og þjónustu þeirra 23 vinnu - og verkþjálfunarstöðva sem eru aðilar að sambandinu, þ.m.t. verndaður vinnustaður í Eyjum, kertaverksmiðjan Heimaey.
Merkið sem sett verður á vörur aðildarfélaganna heitir Hlutverk og er hugsað sem eins konar vottun um að varan hafi verið unnin af þeim 600-800 manns sem starf á vinnu- og verkþjálfunarstöðum landsins, auk þess að undirstrika mikilvægi vinnu-og verkþjálfunarstöðva í því að skapa öllum hlutverk. Hlutverk sem auðgar líf einstaklingsins, eflir fjárhagslegt sjálfstæði, veitir ný tækifæri, sjálfstraust og vellíðan.
Í tengslum við þetta kynningarátak  opnar í dag Árni Magnússon félagsmálaráðherra heimasíðuna www.hlutverk.is  en á þeirri síðu er að finna upplýsingar um starfsemi, vörur og þjónustu sambandsaðila.  Á morgun, þriðjudaginn 8 mars kl. 14.00 - 16.00 verður opið hús á vernduðum vinnustað, kertaverksmiðjunni Heimaey og vonast starfsmenn og stjórnendur til þess að sem flestir noti tækifærið og taki þátt í opna húsinu og kíki í heimsókn.

Framkvæmdastjóri félags-og fjölskyldusviðs


Jafnlaunavottun Learncove