Atvinna Íþróttamiðstöð
Óskað er eftir karli og konum til starfa í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Starfshlutföll eru eftirfarandi:
Karlmann í 100 % starfshlutfall
Konu í 75% starfshlutfall
Konu í 40 % starfshlutfall
Unnið er á dag – kvöld- og helgarvöktum.
Í starfinu felst m.a baðvarsla, hreingerningar, afgreiðsla, þjónusta við Týsheimili og Eimskipshöll o.fl.
Leitað er að traustum starfsmönnum með góða þjónustulund sem eiga gott með að umgangast börn jafnt sem fullorðna. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og skila inn saka- og heilbrigðisvottorði áður en þeir hefja störf. Hæfnispróf fyrir laugarverði er kostur en ekki skilyrði við umsókn.
Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf 1. September
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2020
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey.
Laun eru góð þar sem um vaktavinnu er að ræða.
Umsóknir berast til forstöðumanns á netfangið gretar@vestmannaeyjar.is
Ef það eru einhverjar spurningar er einnig hægt að hafa samband við forstöðumann í síma 866-7464