25. nóvember 2014

Atvinna - Íþróttamannvirki

Óskað er eftir starfsmanni í Týsheimili og Eimskipshöll. Um er að ræða 57,5% starfshlutfall og er ráðningartími frá 1. janúar – 15. maí með möguleika á ráðningu yfir sumartíma.
Vinnutími á virkum dögum er frá 13.00-18.15 nema föstudaga frá 13.00-15.00. Einnig möguleiki á afleysingum í Íþróttamiðstöð meðfram starfinu. Í starfinu felst m.a hreingerningar, eftirlit, almenn þjónusta við notendur Týsheimilis og Eimskipshallar o.fl.
 
Leitað er að traustum starfsmanni, sjálfstæðum með góða þjónustulund sem á gott með að umgangast börn jafnt sem fullorðna. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og skila inn saka- og heilbrigðisvottorði áður en þeir hefja störf.
 
Frekari upplýsingar fást hjá forstöðumanni.
 
Umsóknarfrestur er til 7. desember en skila skal umsóknum í Ráðhús eða á netfangið sportvm@vestmannaeyjar.is. Umskóknareyðublöð má nálgast í Ráðhúsi eða á www.vestmannaeyjar.is
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 488-2401 og 694-2456. Einnig á netfangið sportvm@vestmannaeyjar.is

Jafnlaunavottun Learncove