9. mars 2018

Atvinna í boði/afleysingar

Óskum eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu. Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inni á heimili þeirra og við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum um er að ræða 50% starfshlutfall í afleysingar með möguleika á auknu starfshlutfalli í sumar. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst . 
Nálgast má umsóknareyðublöð í þjónustuveri Vestmannaeyjabæjar Landsbankanum 2 hæð eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Ásta Halldórsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu Vestmannaeyjabæjar á asta@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2607 eða Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra á solrun@vestmannaeyjar.is.
 
 

Jafnlaunavottun Learncove