Athafnasvæði AT-2 verði iðnaðarsvæði I-4
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 fyrir landnotkunarreit athafnasvæðis AT-2 skv. 2. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir að skilgreining landnotkunarreitsins verði breytt frá því að vera athafnasvæði í að verða iðnaðarsvæði. Mörkum landnokunarreitsins er breytt þannig að hann falli betur að aðliggjandi landsnlagi og stækkar við það úr 15,4 ha í 16,6 ha.
Skipulagsfulltrú býður íbúa velkomna til samtals á opnu húsi þann 19.-21. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 4. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.