Ársskýrsla slökkviliðs Vestmannaeyja 2004
Einnig hefur slökkviliðið verið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elds í bílum,sinu,og rusli við Sorpu.
Æfingar liðsins á árinu voru 25 talsins. Auk þess kom Brunamálaskólinn til Eyja og hélt 30 klst. námskeið. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt og fjallaði um eiturefni og eldvarnir í stærri byggingum.
Slökkviliðsmenn hjálpuðu til við slökkviæfingar starfsfólks hjá 5 stofnunum.
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í Eldvarnaviku Landssambands Slökkviliðsmanna í byrjun desember. þá viku heimsóttu öll 8 ára börn úr grunnskólunum slökkvistöðina. Þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnunum sýnd tæki og tól slökkviliðsmanna. Þarna kom líka forseti Lionsklúbb Vestmannaeyja og færði börnunum gjafir frá klúbbnum.
ÍI tengslum við síðasta goslokadag var haldinn slökkviliðsdagur í Eyjum, þar sem bæjarbúum var gefinn kostur á að kynna sér tæki og tól liðsins.
Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.