29. nóvember 2004

Árleg eldvarnarvika skólabarna

Eins og undanfarin ár heimsóttu grunnskólabörn Slökkvistöðina og fengu fræðslu um eldvarnir á heimilum. Brunamálastofnun og landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna standa fyrir kynningu um brunavarnir fyrir

Eins og undanfarin ár heimsóttu grunnskólabörn Slökkvistöðina og fengu fræðslu um eldvarnir á heimilum. Brunamálastofnun og landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna standa fyrir kynningu um brunavarnir fyrir 8 ára börn. Fengu þau sérstakt heimaverkefni til úrlausnar með foreldrum  sínum. Lausnir verða síðan metnar og dregið úr réttum lausnum. Vegleg verðlaun verða veitt. Einnig komu Lionsmenn færandi hendi og gáfu börnunum litabækur tengdar brunavörnum heimilisins. Að margra áliti er þessi aldurshópur barna bestu brunaverðir heimilanna.


Jafnlaunavottun Learncove