28. apríl 2004

Andspænis sjálfum sér - samkynhneigð ungmenni, ábyrgð og innsæi fagstétta.

Fjölmennt og velheppnað málþing á vegum Fræðslunets Suðurlands. Síðast liðinn föstudag hófst málþing í Fjölbrautarskólanum á Selfossi með yfirskriftinni Andspæni

Fjölmennt og velheppnað málþing á vegum Fræðslunets Suðurlands.

Síðast liðinn föstudag hófst málþing í Fjölbrautarskólanum á Selfossi með yfirskriftinni Andspænis sjálfum sér. Jón Hjartarson frstj. FnS mun hafa haft að því frumkvæði að þetta málþing var haldið og voru samstarfsaðilar Háskólinn á Akureyri og embætti landlæknis.

Ráðstefnan hófst með setningu Dr. Ólafs Páls Jónssonar, heimspekings sem jafnframt var ráðstefnustjóri. Faglega umsjón hafði Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur.

Námskeiðslýsing: Þegar ungt fólk finnur að kynhneigð þess víkur frá hefðbundnum háttum skapar slík tilfinning mikið rót og veldur oft angist.  Ábyrgð þeirra sem vinna með ungu fólki er mikil og ríður á að fagfólk hafi gott innsæi og átti sig á aðstæðum.  Markmið málþingsins er að skerpa vitund fagstétta um tilfinningar og tilveru ungs, samkynhneigðs fólks.

Undirritaður sat þetta málþing og hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af því. 

Skipulag allt og umgjörð var til fyrirmyndar, markvisst og fjölbreytt og menn ræddu málin tæpitungulaust.  Það var ótrúlega gaman að sjá þá breidd sem einkenndi þátttökuna.  Nemendur, foreldrar, grunn- og framhaldsskólakennarar, sálfræðingar, félagsfræðingar, námsráðgjafar, djáknar, siðfræðingur, læknar svo einhverjir séu nefndir. 

Fyrirlesararnir voru hver öðrum betri og umræðuefnin sömuleiðis.

Fyrsta fyrirlesturinn flutti Dr. Sigrún SveinbjörnsdóttirMaður með mönnum, að lifa í sátt við sína. Þá birtu og ræddu grunnskólakennararnir Hrönn Bessadóttir, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir og Kristrún Sigurgeirsdóttir rannsóknaniðurstöður sínar úr lokaverkefni við Háskólan á Akureyri;  Viðhorf samkynhneigðra ungmenna og umsjónarkennara úr efstu bekkjum grunnskóla.  Dr. Rúnar Andrason, sálfræðingur fjallaði síðan um:  Samkynhneigð og sálmeinafræði.

Eftir kaffihlé hélt Guðmundur Páll Ásgeirsson, framhaldsskólakennari síðan dagskrá árfam með stórgóðum fyrirlestir sem bar yfirskriftina Með hnút í maganum.   Ásta Kr. Ragnarsdóttir fjallaði um; Náms og starfsval, því næst kom grunnskólakennarinn, Sara Dögg Jónsdóttir, sem jafnframt er fræðslufulltrúi Samtakanna 78.  Hún fjallaði um; Samkynhneigð og grunnskólann.  Einkar grípandi og fræðandi.

Formaður Samtakanna 78, Þorvaldur Kristinsson kom þá með innlegg í umræðuna og kom hann inn á marga áhugaverða hluti.  Hann hefur verið í forustusveit Samtakanna 78  sl. 20 ár og man því tímana tvenna.  Hann benti m.a. á að nú væri umræðan öll orðin opnari og fordómaminni hvað homma og lesbíur varðar en vék að fordómum sem ríkjandi eru í garð tvíkynhneigðra og kynskiptinga.  

Eftir hádegisverð og stuttar umræður hóf Anni Haugen félagsráðgjafi fyrirlestur sinn;  ?Ég er alveg með hnút í maganum"- ráðgjöf samtakanna 78Því næst sté í pontu guðfræðingurinn og siðfræðingurinn Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir og fjallaði hún um: Samkynhneigð og kristin siðfræði ,á mjög áhugavert og lærdómsríkt.  Valur Helgi Kristinsson, læknir fór á kostumí erindi sínu: Heilsugæslulæknirinn.    Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur lauk svo dagskránni með því að fjalla um: Sjálsvígsáhætta samkynhneigðs ungs fólks.  Þar kom margt umhugsunarvert fram eins og reyndar í öllum hinum fyrirlestrunum.

Eftir kaffihlé voru stuttar umræður og síðan sleit Jón Hjartarson ráðstefnunni.

Menn voru á eitt sáttir með að ráðstefnan hefði heppnast einstaklega vel,væri til sóma fyrir þá sem að henni stóðu og raddir heyrðust að það þyrfti nauðsynlega að setja saman styttra málþing með s.s. 4 - 5 fyrirlesara og flytja þá út á landsbyggðina til stuðnings fyrir kennara og aðrar fagstéttir, foreldra og nemendur.

 Ég er því hjartanlega sammála, slíkt er bráðnauðsynlegt til hjálpar og stuðnings öllum  að nálgast þessi málefni á opinn og hispurslausan hátt, rífur þögnina sem oftar en ekki er orðin æri pínleg, slær á fáfræði og hræðslu og styrkir og eflir einstaklinga og fjölskyldur sam- og gagnkynhneigðra til að lifa í sátt við sjálfa sig og aðra.

Aldrei að vita nema Jón Hjartarson gangist í að hrinda styttra málþingi í framkvæmd.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs

 


Jafnlaunavottun Learncove