23. apríl 2025

Áminning um grenndarstöðvar fyrir málm, gler og textíl

Íbúar Vestmannaeyja geta nýtt sér tvær grenndarstöðvar til að skila flokkuðum heimilisúrgangi.

Grenndarstöðvar eru sérstaklega ætlaðar fyrir:

  • Málma
  • Gler
  • Textíl

Því miður hefur þess orðið vart að óviðeigandi úrgangur, sérstaklega stærri hlutir eins og gasgrill, gírkassar, bílrúður og málningardósir, er settur í grenndargámana. Þetta veldur vandræðum og kostnaði.


Við viljum ítreka að grenndarstöðvarnar eru eingöngu fyrir málm, gler og textíl frá heimilisúrgangi. Öllum öðrum úrgangi, þar með talið stærri hlutum og spilliefnum, ber að skila á söfnunarstöð Terra.

Hér má sjá myndir af óviðeigandi úrgangi sem hefur verið settur í grenndargámana:

  • Messenger_creation_A896E569-B26D-4D78-A193-282FFE03F6ED
  • Messenger_creation_4A907344-003F-4E6D-950A-F0125546A3C3
  • Grendargamur
  • Grendargamur2
  • Grendargamur1

Söfnunarstöð Terra tekur á móti öðrum úrgangi og er opin:

  • Mánudaga til föstudaga: kl. 10:00 – 18:00
  • Laugardaga og sunnudaga: kl. 11:00 – 16:00

Sýnum samstöðu og tryggjum rétta flokkun og skil á úrgangi.


Jafnlaunavottun Learncove