Alþjóðadagur fjölskyldunnar
Frír aðgangur á fyrsta degi sumaropnunar safna og í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar.
Frá því 1994 hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað málefnum fjölskyldunnar sérstakan dag, undanfarið þann 15. maí ár hvert. Af því tilefni býður Vestmannaeyjabær öllum fjölskyldum, að nýta sér ókeypis aðgang að eftirfarandi stofnunum sem hér segir:
15. maí Íþróttamiðstöðin býður ókeypis aðgang í sund laugardaginn
15. maí Byggðasafnið og Landlyst bjóða ókeypis aðgang frá kl. 11.00 -17.00.
15. maí Náttúrugripasafnið býður ókeypis aðgang frá kl. 11.00 - 17.00.
Vestmannaeyjabær hvetur foreldra og börn á öllum aldri til að nýta þetta
tækifæri og eig ánægjulegar stundir saman.
Fræðslu- og menningarsvið
Vestmannaeyjabæjar.