26. janúar 2005

Allt hefur áhrif, einkum við sjálf !

Nýtt verkefni Lýðheilsustöðvar. Hugleiðingar íþrótta og æskulýðsfulltrúa Ólafar A. Elíasdóttur hópstjóra verkefnisins hér í Eyjum.  Allt hefur áhrif, einkum við

Nýtt verkefni Lýðheilsustöðvar. Hugleiðingar íþrótta og æskulýðsfulltrúa Ólafar A. Elíasdóttur hópstjóra verkefnisins hér í Eyjum.

 Allt hefur áhrif, einkum við sjálf! eru einkunnarorð þessa þróunarverkefnis. Verkefnið hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Lýðheilsustöð kemur að verkefninu með ráðgjöf og fræðslu og metur árangur verkefnisins á hverjum stað. Gerð verður könnun þar sem annars vegar verða kannaðir þættir sem snúa að skólastarfi og umhverfi barnsins og hins vegar þættir sem snúa að ungmennunum sjálfum, viðhorfum þeirra, hæfni og atferli. Hvert sveitarfélag, sem tekur þátt í verkefninu, mótar stefnu og aðgerðaáætlun um aukna hreyfingu og bætta næringu barna í sinni heimabyggð í samræmi við eigin þarfir og aðstæður. Því má gera ráð fyrir að verkefnin verði ólík, bæði hvað varðar nálgun og umfang. Á næstu mánuðum er ætlunin að kynna verkefnið frekar í sveitarfélögum landsins.

Aðstæður barna og unglinga mótast af samfélaginu í heild. Ef ætlunin er að bæta lífshætti barna og unglinga er samvinna lykilorðið. Þar gegna fjölskyldur, skólar og aðrar menntastofnanir mikilvægu hlutverki auk heilsugæslu, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, félagasamtaka og fyrirtækja.

Verkefnið er þróunarverkefni, samvinna Lýðheilsustöðvar og sveitarfélagana í landinu.

Verkefnisstjóri er Jórlaug Heimissdóttir sími 5800913.

Ekki er gerður samningur um verkefnið heldur mun sveitastjórn gefa viljayfirlýsingu um þátttöku og að það verði myndaður stýrihópur í sveitafélaginu. 

Kostnaður sveitafélagsins fer alveg eftir því hvað sveitafélagið vill gera eða setja í verkefnið.

  • Lýðheilsustöð mun byrja á að halda kynningarfund fyrir alla sem myndu koma að verkefninu.  Það yrðu fulltrúar frá öllum skólum í bænum,  foreldrafélögum, heilsugæslustöð, íþróttafélögum, bæjarfulltrúum og embættismönnum sem vinna að þessum málum hjá bænum.
  • Lýðheilsustöð mun veita ókeypis þjónustu á meðan verkefninu stendur.  Það yrðu gerðar mælingar á tveim árgöngum með tveggja ára millibili.
  • Lýðheilsustöð mun standa fyrir námskeiðum fyrir hina ýmsu hópa sem koma að verkefninu t.d. fyrir fólk sem vinnur í skólaeldhúsi.  Það verður einnig hægt að bjóða upp á námskeið í tengslum við Geðrækt og ÍSÍ.

Stýrihópur:

Fulltrúar frá skólum, foreldrafélögum, heilsugæslu, íþróttahreyfingunni, pólitískur fulltrúi og embættismenn í þessum málaflokki.

Hvað er verið að gera hjá okkur og hvað er hægt að gera:

  • Ávaxtatímar í skólum öll stig. 
  • Auka vatnsdrykkju fá vatnspósta úti og inni.  Hvetja foreldra til að hætta að keyra börn til og frá skóla og æfinga (minni keyrsla meiri ganga). 
  • Fjölskyldutímar í Íþróttahúsi, fjölskyldugöngur á vegum MTV, æfingagjöld er hægt að niðurgreiða fyrir ákveðin hóp t.d. 6 - 9 ára.
  • Skólar verið meira með skipulagða hreyfingu.
  • Bæta skólamáltíðir.
  • Hvatningadagar í Íþróttahúsi á vegum MTV
  • Greinaskrif /bæklingar.

Þetta eru punktar sem ég hef verið að setja niður á blað fyrir mig þar sem ég fékk það verkefni að hafa samband við Lýðheilsustöð og fá upplýsingar um verkefnið.  Síðan hefur þessu verið vísað til skólamálaráðs og í framhaldi af umræðu þar hefur framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs skipað mig sem hópstjóra verkefnisins.

Mér finnst þetta spennandi og það væri gaman ef Vestmannaeyjabær (íþróttabærinn) tæki þátt í þessu verkefni.

 Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.

 


Jafnlaunavottun Learncove