17. desember 2004

Aldargamalt stofustáss gefið Byggðasafni

Staðsettur í safninu í Landlyst. Gefendurnir Sverrir Júlíusson og Guðný kona hans, komu í heimsókn í Landslyst í sumar. Þau voru höfðu gaman af heimsókninni og líkaði vel við andann í húsinu. Áður en þau fóru buðu þau safninu

Staðsettur í safninu í Landlyst.

Gefendurnir Sverrir Júlíusson og Guðný kona hans, komu í heimsókn í Landslyst í sumar. Þau voru höfðu gaman af heimsókninni og líkaði vel við andann í húsinu. Áður en þau fóru buðu þau safninu að gjöf sófa sem að væri í þeirra eigu. þau vildu að hann yrði eign Byggðasafnsins og að hann fengi að vera í Landlystinni. Fleiri aðilar hafa falast eftir sófanum en þau höfðu ekki viljað láta hann. Eitthvað í Landlystinni varð til þess að þeim fannst sófinn eiga heima í sýningunni þar. Þeim fannst að ef að hann færi til Byggðasafnsins þá væri hann kominn heim.

Nú er sófinn kominn til safnsins og er orðinn hluti af sýningunni í Landlyst. Hann er gamall og virðulegur og á einstaklega vel við í Landlyst.

Byggðasafnið þakkar gefendum kærlega fyrir gjöfina og fyrir þann velvilja sem að þau sýna safninu með henni.

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar


Jafnlaunavottun Learncove