Ágætu foreldrar
Fjölskylduráð Vestmannaeyja, sem fer með hlutverk barnaverndarnefndar er að senda út segulmerki til foreldra barna í 2. og 6. bekk grunnskóla Vestmannaeyja í samvinnu við Áfengis-og vímuvarnarráð, til að minna á og styðja við bakið á foreldrum í viðleitni þeirra að virða reglur um útivistartíma barna sinna.
Útivistarreglurnar eru ekki settar fram af neinni tilviljun. Nægur svefn er mikilvæg forsenda vellíðunar og árangurs í leik og starfi. Í skjóli næturs eru hætturnar í umhverfinu á sveimi. Við þurfum ekki annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa, hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla á sér stað.
Foreldrar vita hvað börnum þeirra er fyrir bestu og átakið:
?Inn á slaginu" er ykkur til stuðnings í uppeldishlutverkinu
Fjölskylduráð Vestmannaeyja.