Afmælisdagskrá Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja er 40 ára á þessu ári. Haldið verður upp á þessi tímamót í safninu, sunnudaginn 4. júlí n.k.
Dagskráin hefst kl. 15:00, með ávarpi Guðrúnar Erlingsdóttur, forseta
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja er 40 ára á þessu ári. Haldið verður upp á þessi tímamót í safninu, sunnudaginn 4. júlí n.k.
Dagskráin hefst kl. 15:00, með ávarpi Guðrúnar Erlingsdóttur, forseta bæjarstjórnar.
Kristján Egilsson, safnvörður, stiklar á stóru í sögu safnsins.
Alexander Jarl Þorsteinsson syngur.
Kaffiveitingar.
Börnum gefst kostur á að árita flöskuskeyti í safninu og síðan fara í boði Víking tours með flöskurnar á haf út milli kl. 17:00 og 17:30.
Utan dyra:
Fimleikafélagið Rán er með sýningu á Tvistplaninu kl. 16:30.
Sunnan við Fiskasafnið:
Fiskmarkaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Lifandi fiskar í kerjum, furðufiskar í kerjum.
Dýr frá búgarði Valgeirs Jónassonar.
Allir velkomnir!