Afleysing á Frístund í Hamarsskóla
Frístund óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í afleysingar í vetur.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frístundarverið er staðsett í Hamarsskóla og er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30.
Frístund í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í afleysingar. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00/16:30. Viðkomandi þarf að geta komið til vinnu eftir þörfum og oft með litlum fyrirvara.
Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.
Helstu verkefni:
- Vinna með börnum
- Almenn umönnun barna
- Fylgd á íþróttaæfingar
- Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá
- Aðstoð við síðdegishressing
- Vinna með börnum
Hæfinskröfur:
- Metnaðarfull/ur og drífandi í starfi
- Ábyrg og traust vinnubrögðum
- Áhuga á velferð og þroska nemenda
- Góð samskiptahæfni
- Hreint sakavottorð
- Þarf að hafa náð 18 ára aldri
- Reynsla af vinnu með börnum er æskileg
____________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rós Hallgrímsdóttir í síma 4882200 og annaros@grv.is
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf auk meðmæla. Einnig er krafa um að umsókn fylgi kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og Stavey/Drífanda. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

