28. febrúar 2005

Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014

Auglýsing um samþykktÍ samræmi við skipulags- og byggingarlög samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 10.janúar 2005 tillögu að nýju Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 með breytingum.  Skipulagsstofnun gerði at

Auglýsing um samþykkt
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja þann 10.janúar 2005 tillögu að nýju Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 með breytingum.  Skipulagsstofnun gerði athugasemdir og bæjarstjórn tók Aðalskipulagið fyrir aftur á fundi sínum þann 17.febrúar 2005 og samþykkti það með breytingum.  Skipulagsstofnun samþykkti svo tillöguna þann 22.febrúar 2005 og sendi áfram til staðfestingar Umhverfisráðherra. Tillöguna ásamt breytingum má nálgast á vef bæjarins www.vestmannaeyjar.is  og á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1.

Afgreiðsla bæjarstjórnar á málinu þann 17. febrúar 2005 er í fundargerð.

Athugasemdir almennings og stofnana ásamt umsögnum Umhverfis- og skipulagsráðs og bæjarstjórnar um þær liggja frammi á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs.  Aðalskipulagið hefur fengið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum, mæla fyrir um og hefur farið til yfirferðar Skipulagsstofnunar og staðfestingar Umhverfisráðherra.

Vestmannaeyjum, 28.febrúar 2005

Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar


Jafnlaunavottun Learncove