28. september 2004

Að alast upp aftur

Enn eru nokkur sæti laus á 6 vikna námskeið sem hefst miðvikudagskvöldið 6. október n.k. kl. 20.00. Á námskeiðinu er lögð megináhersla á þarfir barna fyrir örvun, viðurkenningu og öryggi. Kynntar eru leiðir og aðferðir til

Enn eru nokkur sæti laus á 6 vikna námskeið sem hefst miðvikudagskvöldið 6. október n.k. kl. 20.00.

Á námskeiðinu er lögð megináhersla á þarfir barna fyrir örvun, viðurkenningu og öryggi. Kynntar eru leiðir og aðferðir til að takast á við "hversdagslega? atburði í lífi hvers uppalanda og nýta þær til jákvæðra samskipta milli barns og foreldris. Auk þess er fjallað um þá staðreynd að uppeldishæfni er ekki sjálfgefinn eiginleiki sem hver og einn býr yfir en allir geta bætt sig í uppeldishlutverkinu og öðlast aukið öryggi og ánægju. Námskeiðið leiðbeinir ökumönnum foreldrabílsins við að halda sig á hinum gullna meðalvegi og forðast vegkantana og skurðina beggja vegna.

 

Staðsetning: Þórsheimili

Tími: Námskeiðið  er 2 klst. í senn 1x í viku í  6 vikur, þ.e samtals 12 klst. Leiðbeinandi: Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi.

Verð: Verð er 15.000. Innifalin eru öll námsgögn, þ.m.t. bókin Að alast upp aftur. Verð fyrir pör, ef báðir foreldrar sækja námskeiðið, er kr. 10.000 á mann.

 

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Visku, Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og fer skráning fram þar eða hjá þjónustuveri Ráðhússins í síma 488 2000. Einnig er hægt að skrá sig beint hjá leiðbeinanda (netfang gudrun@vestmannaeyjar.is  sími 488 2000) sem ennfremur veitir nánari upplýsingar


Jafnlaunavottun Learncove