12. maí 2004

30 ára afmæli og Vorhátíð leikskólans Rauðagerði

Afmælishátíð 15. maí á alþjóðadegi fjölskyldunnar   Þann 21.mai n.k. eru liðin 30 ár frá því að leikskólinn Rauðagerði hóf starfsemi sína í núverandi húsnæði. Af því
Afmælishátíð 15. maí á alþjóðadegi fjölskyldunnar
 
Þann 21.mai n.k. eru liðin 30 ár frá því að leikskólinn Rauðagerði hóf starfsemi sína í núverandi húsnæði. Af því tilefni ætla starfsmenn og foreldrar skólans að halda uppá afmælið 15.mai n.k.  með svokallaðri Vorhátíð .
Skemmtunin hefst kl. 11:00 og stendur til 13:00.
 
Margt verður gert til gamans á þessum degi til þess að gera hann sem eftirminnilegastan. Öllum boðið að vera þátttakendur og væntum við þess að sjá sem flesta.
 
Þetta er merkur áfangi í sögu leikskólamála í Vestmannaeyjum vegna þess að á þeim tíma þegar húsnæðið var tekið í notkun, voru  einungis liðnir 16. mánuðir frá því að eldsumbrot hófust á Heimaey og nýtt húsnæði komið upp með starfsemi sem gerði ungum Eyjamönnum kleift að fræðast og þroskast í vænlegu umhverfi. 
 
Bæjarstjóri Vestmannaeyja mun mæta í afmælið og flytja hátíðartölu
 
Helena Jónsdóttir er skólastjóri leikskólans Rauðagerði og aðstoðarskólastjóri Sigríður Ragnarsdóttir.  Starfmannafjöldinn er 23, og nemendur 60.
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdarstjóri fræðslu-og menningarsviðs

Jafnlaunavottun Learncove