27. október 2025

21 umsókn í Viltu hafa áhrif

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026 ? 

Um er að ræða styrkumsóknir fyrir fyrri hluta árs 2026 en auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn fyrir seinni hluta árs 2026 í mars.

Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með því að styðja við og hvetja einstaklinga, félagasamtök og listahópa til eflingar á viðburðum og verkefnum á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

21 styrkumsókn barst að þessu sinni, 11 menningar- og listatengd verkefni sem bæjarráð mun taka afstöðu til og 10 íþrótta- og tómstundatengd verkefni sem fjölskyldu- og tómstundaráð mun taka afstöðu til. Styrkirnir verða tilkynntir við athöfn í desember.


Jafnlaunavottun Learncove