16 götur í Vestmannaeyjum með 100 íbúa og fleiri
Í nýrri samantekt um íbúa í Vestmannaeyjum kemur fram að þeir eru nú alls 4340. Flestir búa við Áshamar eða 289 alls, við Foldahraun búa 258 manns og við Illugagötu 209.
Þegar litið er yfir heildina búa fleiri en 100 manns við alls 16 götur en fæstir eða 2 talsins búa við göturnar Austurgerði, Njarðarstíg og Ofanleitisveg.
Íbúar Vestmannaeyja búa við alls 60 götur auk þeirra sem búa í húseignum er bera bæjarnöfn og Hraunbúðum.
Engir íbúar búa við eftirtalin götuheiti niður við sjávarsíðuna:
Græðisbraut, Hafnargötu, Hlíðarveg, Skildingaveg, Tangagötu og Ægisgötu.
Frá 1. desember 2003 hefur íbúafjöldinn staðið nokkurn veginn í stað.
Nýfæddir eru 31 en látnir alls 17. Hingað hafa flutt 73 einstaklingar en
96 hafa flutt frá Eyjum á þessum 7 mánuðum.
Þá má geta þess að 309 manns hafa flutt á milli húsa í Eyjum til jafnlengdar.
Áki Heinz tók saman fyrir fræðslu-og menningarsvið
Austurgerði | 2 | Hilmisgata | 17 | |
Austurvegur | 13 | Hlíðarvegur | 0 | |
Ásavegur | 109 | Hólagata | 182 | |
Áshamar | 289 | Hraunslóð | 6 | |
Bárustígur | 9 | Hrauntún | 187 | |
Bessahraun | 51 | Hvítingavegur | 20 | |
Bessastígur | 7 | Höfðavegur | 171 | |
Birkihlíð | 82 | Illugagata | 209 | |
Boðaslóð | 92 | Kirkjubæjarbraut | 78 | |
Brattagata | 141 | Kirkjuvegur | 105 | |
Breiðabliksvegur | 17 | Kleifahraun | 15 | |
Brekastígur | 83 | Litlagerði | 41 | |
Brekkugata | 23 | Miðstræti | 33 | |
Brimhólabraut | 126 | Njarðarstígur | 2 | |
Búastaðabraut | 40 | Nýjabæjarbraut | 28 | |
Búhamar | 172 | Ofanleitisvegur | 2 | |
Dverghamar | 107 | Skildingavegur | 0 | |
Eyjahraun | 14 | Skólavegur | 83 | |
Faxastígur | 134 | Smáragata | 95 | |
Fífilgata | 13 | Sóleyjargata | 42 | |
Fjólugata | 71 | Sólhlíð | 60 | |
Flatir | 8 | Stapavegur | 37 | |
Foldahraun | 258 | Stóragerði | 49 | |
Gerðisbraut | 15 | Strandvegur | 13 | |
Goðahraun | 20 | Strembugata | 68 | |
Græðisbraut | 0 | Suðurgerði | 9 | |
Hafnargata | 0 | Tangagata | 0 | |
Hásteinsvegur | 190 | Túngata | 75 | |
Hátún | 29 | Vallargata | 21 | |
Heiðartún | 22 | Vestmannabraut | 133 | |
Heiðarvegur | 167 | Vesturvegur | 53 | |
Heimagata | 15 | Ægisgata | 0 | |
Helgafellsbraut | 63 | Hraunbúðir | 28 | |
Herjólfsgata | 40 | Bæir o.fl. | 56 | |
Samtals | 2.422 | Samtals | 1.918 | |
Alls | 4.340 | |||
Við eftirtaldar götur búa 100 manns og fleiri: | ||||
1) Áshamar | 289 | 10) Bröttugötu | 141 | |
2) Foldahraun | 258 | 11) Faxastíg | 134 | |
3) Illugagötu | 209 | 12) Vestmannabraut | 133 | |
4) Hásteinsveg | 190 | 13) Brimhólabraut | 126 | |
5) Hrauntún | 187 | 14) Ásaveg | 109 | |
6) Hólagötu | 182 | 15) Dverghamar | 107 | |
7) Búhamar | 172 | 16) Kirkjuveg | 105 | |
8) Höfðaveg | 171 | |||
9) Heiðarveg | 167 |