Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1364

25.08.2005

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1364. fundur

Ár 2005, fimmtudaginn 25. ágúst, kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í sal Listaskólans að Vesturvegi 38.

Forseti bæjarstjórnar, Lúðvík Bergvinsson stjórnaði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra og Viktors S. Pálssonar sem ritaði fundargerð.

Var nú gengið til auglýstrar dagskrár.

1. mál. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu að frumkvæði bæjarstjórnarmanna.

Svohljóðandi tillaga barst frá meirihluta bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að leggja fram tillögur um sparnað og hagræðingu í rekstri Vestmannaeyjabæjar og stofnana, sem nemi allt að 70 milljónum króna á ári og skulu tillögur þar um lagðar fram á næsta fundi bæjarstjórnar. Í ljósi þess að nú er að hefjast vinna hjá verkefnisstjórn um mótun framtíðarstefnu í skólamálum fyrir Vestmannaeyjabæ, og munu tillögurnar ekki ná til þess málaflokks.

Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að væntanlegar tillögur og aðgerðir hafi sem minnst áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Undanfarin misseri hefur tekist að draga saman í rekstri án þess að það hafi komið niður á þjónustu. Markmiðið nú er að ná fram umtalsverðum sparnaði í rekstri Vestmannaeyjabæjar og stofnana strax á næsta ári og tillögurnar verði að fullu komnar til framkvæmda á árinu 2007.

Ofangreind tillaga er í samræmi við yfirlýsta stefnu bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem birtist í 3ja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2006-2008, en þar er gert ráð fyrir sparnaði og hagræðingu í rekstri sem svarar til 6-7% útgjalda á fyrri hluta tímabilsins."

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

a) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 23 frá 29. júní sl.

- Liðir 1 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liður 11 lá fyrir til kynningar.

b) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 14 frá 30. júní sl.

- Liður 1 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 2 til 5 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 6 til 8, 10 og 11 lágu fyrir til kynningar.

c) Fundargerð bæjarráðs nr. 2764 frá 1. júlí sl.

- Liður 3 lá fyrir til umfjöllunar og kynningar.

- Liðir 6, 8, 9 og 11 til 13 lágu fyrir til staðfestingar.

- Liðir 1, 2, 4, 5, 7 og 10 lágu fyrir til kynningar.

d) Fundargerð skólamálaráðs nr. 156 frá 5. júlí sl.

- Liðir 6 til 10 og 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1 til 5, 11 og 13 lágu fyrir til kynningar.

e) Fundargerð bæjarráðs nr. 2765 frá 11. júlí sl.

- Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 2: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 3 til 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum.

f) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 24 frá 13. júlí sl.

- Liðir 1 til 22 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

g) Fundargerð fjölskylduráðs frá 20. júlí sl.

- Liðir 7, 20 og 21 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 7: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

- Liður 20: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 21: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

- Liðir 1 til 6, 8 til 14, 17, 18 og 22 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 15, 16, 19 og 23 lágu fyrir til kynningar.

h) Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. júlí sl.

- Liðir 1 til 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 4 lá fyrir til kynningar.

i) Fundargerð bæjarráðs nr. 2766 frá 25. júlí sl.

- Liðir 1 og 5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 5: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2 til 4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 7 lá fyrir til kynningar.

j) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 25 frá 26. júlí sl.

- Liðir 1 til 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 7 og 8 lágu fyrir kynningar.

k) Fundargerð bæjarráðs nr. 2767 frá 10. ágúst sl.

- Liðir 3, 4, 6, 8 og 10 liggja fyrir umræðu og staðfestingar.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 4: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 6: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 8: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liður 10: Liðurinn samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 7, 11 og 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 1, 5 og 9 lágu fyrir til kynningar.

l) Fundargerð fjölskylduráðs frá 10. ágúst sl.

- Liðir 1 til 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liðir 11 til 15 lágu fyrir til kynningar.

m) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 26 frá 19. ágúst sl.

- Liðir 2 til 4 og 6 til 14 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex samhljóða atkvæðum, einn var fjarverandi.

- Liður 5 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með fimm atkvæðum, einn var fjarverandi.

Vegna fimmta liðs þá óskaði Guðrún Erlingsdóttir eftir að víkja að fundi og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

- Liður 1 lá fyrir til kynningar.

n) Fundargerð bæjarráðs nr. 2768 frá 22. ágúst sl.

Forseti bæjarstjórnar ákvað að fresta afgreiðslu fundargerðar bæjarráðs nr. 2768 og taka umræðu um lið 3 fyrir á lokuðum fundi.

o) Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 15 frá 23. ágúst.

- Liðir 1, 3 og 5 til 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

- Liðir 2, 4, og 10 til 13 lágu fyrir kynningar.

Forseti bæjarstjórnar gerði nú stutt fundarhlé.

Fundargerð bæjarráðs nr. 2768 frá 22. ágúst sl. var nú tekin til afgreiðslu með eftirfarandi hætti:

- Liðir 1 og 3 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar.

- Liður 1: Liðurinn lá fyrir til kynningar.

- Liður 3: Liðurinn samþykktur með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.

Liður 2 lá fyrir til kynningar.

Fundi slitið.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Lúðvík Bergvinsson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)