Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1297

22.05.2001

Bæjarstjórn

1297. fundur.

Ár 2001, þriðjudaginn 22. maí kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórnVestmannaeyja í sal Listaskólans.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar:

a) Fundur haldinn 27. apríl sl.

Liður 1 var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 11. maí sl.

Liðir 1-15 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Tökum undir bókun Stefáns Jónssonar í 10. máli og afstöðu bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans frá síðasta fundi bæjarstjórnar”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Kristjana M. Harðarsdóttir (sign.)

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar.

a) Fundur frá 15. maí sl.

1. liður var samþykktur með 4 atkvæðum , 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

“ Tökum undir bókun Valmundar Valmundssonar og Harðar Þórðarsonar og afstöðu bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans frá síðasta fundi bæjarstjórnar”.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Kristjana M. Harðardóttir (sign.)

Liðir 2-5 voru síðan samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2575. fundur frá 4. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2576. fundur frá 7. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

c) 2577. fundur frá 14. maí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Upplesið.

d) 2578. fundur frá 21. maí sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

4. mál.

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 2000.

-síðari umræða-

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun

Reikningar Bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 2000 bera með sér að enn hallar á ógæfuhliðina í fjármálum bæjarfélagsins. Á þeim tíma sem sjálfstæðismenn hafa verið við völd, frá árinu 1990, hefur fjárhagsstaðan sífellt versnað með hverju árinu sem líður og nú er svo komið að fjárhagsstaðan er orðin það afleit að við svo búið má ekki standa öllu lengur. Samanburður á lykiltölum úr reikningum bæjarsjóðs milli ára sýna gleggst hvernig fjármálastjórn sjálfstæðismanna hefur verið undanfarin ár:

I. Skuldastaða bæjarsjóðs eins

1999 2000 Aukning í %

Skammtímaskuldir

320.000.000 354.000.000 11%
Langtímaskuldir 724.000.000 1.171.000.000 62%
Samtals 1.044.000.000 1.525.000.000 46%

II. Hve margar krónur af hverjum 100 fara í að greiðaa lán vegna bæjarsjóðs eins?

(Meðalverðlag ársins 2000)

Árið 1995 Árið 1996 Árið 1997

Árið

1998

Árið 1999 Árið 2000 Hækkun 1995 – 2000

16 kr.

13 kr.

14 kr.

30 kr.

17 kr.

36 kr.

125%

III. Nettó greiðslubyrði lána bæjarsjóðs 1995 – 2000

(Meðalverðlag 2000)

Árið 1995 Árið 1996 Árið 1997

Árið

1998

Árið 1999 Árið 2000 Hækkun 1995 – 2000
87 millj. 80 millj. 99 millj. 234 millj. 155 millj. 351 millj. 303 %

IV. Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs og stofnana hans á hvern íbúa í Vestmannaeyjum

Árið 1999 Árið 2000 Hækkun
769.0000 969.000 26 %

Þetta gerist á sama tíma og skatttekjur hafa hækkað um 78 % frá 1995og ýmis gjöld svo sem holræsagjald um 210 %. Hér er því um dapurlegar niðurstöður að ræða. Þessar niðurstöður eru, eins og við fulltrúar Vestmannaeyjalistans höfum oft bent á, óþægilegur, en um leið raunverulegur dómur um misheppnaða fjármálastjórn meirihluta sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur nú í um 11 ár talað um félagslega íbúðakerfið sem vandræðabarn í rekstri Vestmannaeyjabæjar. Þessum meirihluta hefur í öll þessi ár ekki tekist að leysa vanda þessa félagslega húsnæðiskerfis og er það eitt og út af fyrir sig dapur vitnisburður.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sem kunnugt er ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við fjárhag Vestmannaeyjabæjar. Það hafa og kjörnir skoðunarmenn gert og eru þær ábendingar og athugasemdir ásamt með ýmsu öðru staðfesting á því sem að ofan greinir.

Það sem af er þessu kjörtímabili og á því síðasta höfum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans margsinnis með bókunum og tillöguflutningi í bæjarráði og bæjarstjórn bent á versnandi fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Þá höfum við einnig bent á að fjölbreyttara atvinnulíf í Vestmannaeyjum sé frumforsenda góðrar fjárhagslegrar afkomu Vestmannaeyinga og um leið bæjarfélagsins í heild. Við teljum því að órjúfanleg tengsl séu á milli þess að ráða bót á þeim fjárhagsvanda sem bæjarfélagið stendur nú frammi fyrir og stórátaks í atvinnumálum.

Við teljum nauðsynlegt að setja nú þegar í gang ferli til þess að ná raunhæfum markmiðum um bætta fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Við leggjum áherslu á að hér er um að ræða margra ára ferli enda er fjárhagsstaðan það erfið að langan tíma tekur að ráða bót þar á. Þær aðgerðir sem grípa þarf til nú þegar eru m.a. eftirfarandi:

1. Bæjarstjórn Vestmannaeyja þarf að gera sér grein fyrir og viðurkenna þá alvarlegu stöðu sem fjármál bæjarins eru í.

2. Stokka þarf upp fjármálastjórn Vestmannaeyjabæjar, fá hlutlausan aðila með haldgóða þekkingu á fjármálastjórn til að meta skuldaþol bæjarfélagsins og fjárhagsstöðu og að aðstoða bæjarstjórn við að koma fjármálum bæjarfélagsins í lag.

3. Marka þarf stefnu, setja markmið og gera áætlun til næstu ára um raunhæfa nýsköpun í atvinnumálum.

4. Leita þarf í auknum mæli samstarfs við utanaðkomandi aðila s.s. Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og fleiri.

Öll þessi atriði höfum við bent á áður, t.d. í bókun okkar við reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1999. Hafi verið brýn að grípa til aherða þá er það brýnna nú.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans munu sitja hjá við afgreiðslu reikninga bæjarsjóðs en greiða atkvæði með reikningum stofnana hans. Að öðru leyti vísum við hér með í bókanir um fjárhag bæjarfélagsins undanfarin ár, bæði er varðar afgreiðslu fjárhagsáætlana og reikninga.

Vestmannaeyjum 22. maí 2001

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Kristjana M. Harðardóttir (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/ársreikninga bæjarsjóðs og stofnana hans

árið 2000.

Niðurstöður ársreikninga bæjarsjóðs bera með sér að miklar breytingar hafa orðið í framsetningu reikninganna og ber þar hæst að lífeyrisskuldbindingar eru nú færðar að fullu en byrjað var á því árið 1998. Þetta eitt og sér eykur rekstrarkostnað ársins 2000 um rúmar 45 milljónir króna.

Sameiginlegar tekjur urðu kr. 970,5 m. kr. á móti 854 m. kr. árið 1999 og er það hækkun upp á 13,6 % á milli ára.

Í samanburði gjaldaliða er miðað við niðurstöðu ársins 1999 sem er uppfærð m.v. meðalverðlag 2000 eins og fram kemur á bls. 8 í skýrslu löggilts endurskoðanda þar sem árin 1995-2000 er borin saman.

Nettó rekstrargjöld á meðalverðlagi ársins 2000, án fjármagnsliða, urðu 802 m. kr. á móti 867,5 m. kr. árið áður sem er lækkun upp á 65,5 milljónir króna eða tæp 8 % milli ára.

Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 101.927.000.- frá rekstri en í endurskoðaðri áætlun 106.127.000.- Samkvæmt ársreikningnum er rekstrarafgangur 117.064.295.- en ekki er tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga í neinum af þessum tölum. Jafnframt kemur fram í samanburðarhefti frá Deloiette og Touche að rekstur málaflokkar án vaxta hefur lækkað í 83,56 % og hefur ekki verið lægri frá því að bæjarsjóður yfirtók alfarið rekstur grunnskólans. Eins og að ofan er getið að mikil breyting hefur orðið til þess betra í rekstri bæjarsjóðs.

Nettó gjöld í gjaldfærðri fjárfestingu urðu 104,6 milljónir sem er 14 milljónum lægra en áætlað var. Helstu framkvæmdir voru gatnagerð og holræsaframkvæmdir.

Nettó gjöld í eignfærðri fjárfestingu urðu 177 m. kr. sem er 41 milljón kr. lægra en áætlað var. Helstu framkvæmdir voru við Íþróttamiðstöðina og Barnaskólann.

Í Efnahagsreikningi er breyting á hreinu veltufé, án lífeyrisskuldbindinga, sem varð ríflega 200 milljónir króna. Skýrist það einkum af því að langtímaskuldir bæjarsjóðs jukust um 447 milljónir á milli ára en á móti hafa peningalegar eignir aukist um 227 milljónir. Er það einkum vegna þess að nú þegar hefur lántaka farið fram v/framkvæmda við nýjan íþróttasal á árinu 2001. Eins og fram kemur í fjárhagsáætlun 2001 er ekki gert ráð fyrir skuldaaukningu þrátt fyrir miklar framkvæmdir.

Rekstur Bæjarveitna og hafnarsjóðs voru í jafnvægi en rekstur félagslegra íbúða eru nú sem fyrr vandræðabarn í rekstri bæjarfélagsins sem byggt var að mestu upp í tíð vinstri manna. Ljóst er að rekstur sveitarfélaga um allt land hefur verið að þyngjast töluvert og hefur kostnaður við aukna þjónustu í sveitarfélögum ekki skilað sér í tekjum sem skyldi, en er samt sem áður í rétta átt hér í Eyjum ef borin eru saman sl. 2 ár.

Bæjarfulltúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum á framtíðina og munu starfa áfram af festu og ábyrgð bæjarfélaginu til heilla.

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (sign.)

Aðalsteinn Sigurjónsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2000:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 970.505.478
Rekstrartekjur umfram gjöld kr. 71.634.295
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 104.670.922
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 177.164.467
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.715.087.216
Eigið fé, neikvætt kr. 809.545.814
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2000:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 143.141.070
Tap ársins kr. 257.143.793
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.332.776.525
Eigið fé alls kr. 834.764.857
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 2000:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 21.540.800
Tap ársins kr. 61.321.009
Niðurstöðutölur efnahags kr. 281.168.526
Eigið fé, neikvætt kr. 286.754.716
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) Ársreikningur Bæjarveitna Vestmannaeyja 2000:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 504.337.501
Tap ársins kr. 1.055.784
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.144.837.143
Eigið fé alls kr. 354.720.373
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 2000 :
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 12.630.911
Niðurstöðutölur efnahags kr. 76.119.492
Hrein eign kr. 76.119.492
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Þorgerður Jóhannsdóttir (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Kristjana M. Harðardóttir (sign.)

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.45.

Elsa Valgeirsdóttir

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Aðalsteinn Sigurjónsson

Kristjana M. Harðardóttir

Ragnar Óskarsson

Þorgerður Jóhannsdóttir

Guðjón Hjörleifsson