Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2775

28.11.2005

BÆJARRÁÐ

2775. fundur.

Ár 2005, mánudaginn 28. nóvember kl. 17.45 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Gerð var grein fyrir meginforsendum fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2006.

Fjárhagsáætlun í heild sinni verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs sem haldinn verður þann 5. desember nk. og til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 8. desember.

2. mál.

Fyrir lágu upplýsingar um breytingar á fjárhagsáætlun 2005.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2005, en þær gera ekki ráð fyrir auknum útgjöldum umfram aukningu á tekjum í fjárhagsáætlun ársins 2005.

3. mál.

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 22. september 2005, samþykkir bæjarráð að skipa þriggja manna nefnd til að sjá um kynningu og annast mat á umsóknum vegna allt að 10 milljón króna hlutafjárþátttöku Vestmannaeyjabæjar á árinu 2006 til eflingar framleiðslu og/eða nýsköpunarstarfsemi í Vestmannaeyjum.

Í nefndinni sitja Stefán B. Friðriksson, Guðrún Erlingsdóttir og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að annast kynningu og auglýsingu á verkefninu.

Andrés Sigmundsson óskar bókað: “Ég hef hér bréf dags. 16. nóv 2005 undir höndum frá fyrirtæki hér í bæ þar sem óskað er eftir styrk í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 22. sept sl. til eflingar nýsköpunar í Vestmannaeyjum. Það vekur undrun mína að þetta erindi sem stílað er á bæjarráð skuli ekki vera á dagskrá fundarins. Þess í stað er tillaga meirihlutans um nýtt nefndarfargan sem ætlað er að annast mat á umsóknum vegna þessa.

Ég tel eðlilegt að þetta verkefni verði í höndum bæjarráðs og nýtt nefndarfargan verði ekki sett á stofn vegna þessa.”

Arnar Sigurmundsson, Stefán Jónasson og Elliði Vignisson óska bókað:

“Bæjarráð mun vísa framkomnum og væntanlegum umsóknum í nýsköpunarverkefni í Vestmannaeyjum til þeirra aðila sem falið hefur verið að meta umsóknirnar, en tekið skal fram að samþykkt bæjarstjórnar miðast við hlutfjárþátttöku en ekki styrkveitingar.”

4. mál.

Fjárlagaerindi Vestmannaeyjabæjar vegna ársins 2006.

5. mál.

Að beiðni Andrésar Sigmundssonar áheyrnarfulltrúa, voru eftirfarandi mál tekin á dagskrá fundarins.

  1. Samkomulag milli menntamálaráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar frá 21. mars 2003 um byggingu menningarhúss.
  2. Bréf frá Ellen-Marie og Mogens Ellegaard, dags. 10. ágúst sl.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá ÍBV-íþróttafélagi, dags. 23. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að kannað verði hvort hægt sé að gera breytingar á viðhaldsdögum Herjólfs nk. sumar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindinu á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar.

7. mál.

Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar á aðalfundi SASS sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri þann 25. til 26. nóvember sl., gerðu grein fyrir ályktunum á fundinum.

8. mál.

Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Jóhönnu Júlíusdóttur, vegna Fjólunnar, Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að þeir aðilar sem um slík mál fjalla samþykki það einnig.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna boðs á afmælisráðstefnu sambandsins.

10. mál.

Fyrir lá beiðni frá Neytendasamtökunum, dags. 23. nóvember sl., vegna fjárframlags fyrir árið 2006.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11. mál.

Fyrir lá beiðni frá Latabæ ehf., dags. 17. nóvember sl., vegna orkuátaks 2006 – Virkjum orku komandi kynslóða.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu menningar- og tómstundaráðs.

12. mál.

Fyrir lá beiðni frá Snorraverkefninu, dags. 21. nóvember sl., vegna fjárstuðnings við verkefnið sumarið 2006.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13. mál.

Fyrir lá beiðni frá Sverri Júlíussyni, vegna Jólarásarinnar.

Bæjarráð samþykkir að Vestmannaeyjabær auglýsi hjá Jólarásinni í desembermánuði fyrir allt að 35 þús. kr.

14. mál.

Til kynningar lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. nóvember sl.
  2. Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. nóvember sl.
  3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.05.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Viginsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)