Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 288

Haldinn Í stjórnstöð Almannavarna Heiðarvegi 14,
30.03.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erlingur Guðbjörnsson formaður,
Sæunn Magnúsdóttir varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Rannveig Ísfjörð aðalmaður,
Ríkharður Zoega Stefánsson 2. varamaður,
Dóra Björk Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dóra Björk vék af fundi eftir dagskrárlið 4


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200910001 - Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir
Bæjarstjórn tilnefndi á fundi nr. 1593 þau Njál Ragnarsson, Eyþór Harðarson og Jónu Sigríði Guðmundsdóttir til að sitja í starfshóp. Fyrir hafði framkvæmda- og hafnarráð skipað formann og varaformanns ráðsins í starfshópinn. Starfsmenn hópsins verða Brynjar Ólafsson og Dóra Björk. Hlutverk hópsins verður að fara yfir skýrslu EFLU þar sem þörf samfélagsins á stórskipakanti var greind.

Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð skipar starfshóp samkvæmt ofangreindum tilnefningum. Til stendur að hópurinn hefji störf 3. apríl og skili af sér drögum til framkvæmda- og hafnarráðs 1. júní 2023.
2. 202303161 - Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2022
Hafnarstjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar árið 2022. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 635 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 170 millj.kr.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Hafnarsjóður 2022.pdf
3. 202301030 - Skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra
Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs 12. janúar var skipað í starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Formaður ráðsins fór yfir tillögur starfshópsins.

Starfshópur sem skipaður var af framkvæmda- og hafnarráði til þess að endurskoða verkferla við ráðningu hafnarstjóra leggur til eftirfarandi viðbót við verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar við ráðningar.

"Við ráðningu hafnarstjóra sbr. 4. gr. hafnarreglugerðar fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 1030/2012, þar sem kveðið er á um að hafnarstjórn, sem í tilviki Vestmannaeyjahafnar er framkvæmda- og hafnarráð, skipi hafnarstjóra, skal hafnarstjórn koma að undirbúningi, mati og ákvörðun um ráðningu. Þetta á auk þess við um ráðningu hafnsögumanna sbr. 4 mgr. 12. gr. laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Þar er kveðið á um að hafnarstjórn ráði hafnsögumenn

Ráðningar eru stjórnvaldsákvarðanir og um þær gilda stjórnsýslulög nr. 37/1993. Til þess að tryggja ákvæði um rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sbr. 10 gr. og önnur ákvæði stjórnsýslulaganna, er nauðsynlegt að skilgreint veitingavald komi að undirbúning, mati og ráðningu á starfsfólki. Í tilviki hafnarstjóra og hafnsögumanna er nauðsynlegt að framkvæmda- og hafnarráð komi að ráðningum."

Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð leggur til meðfylgjandi breytingar á orðalagi á verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ vegna ráðningar hafnarstjóra og hafnsögumanna hjá Vestmannaeyjahöfn, sbr. erindi af fundi framkvæmda- og hafnarráðs 284. Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir tillögu starfshópsins og vísar málinu til ákvörðunar bæjarráðs.
4. 200804055 - Trúnaðarmál lögð fyrir framkvæmda- og hafnarráð
Trúnaðarmál eru færð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála
5. 202303163 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja - 2022
Friðrik Páll Arnfinsson slökkviliðsstjóri kynnti ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2022.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynningu slökkviliðsstjóra og samþykkir ársskýrsluna.
Ársskýrsla 2022.pdf
6. 202303164 - Slökkvilið Vestmannaeyja - Kynning
Friðrik Páll Arnfinsson slökkviliðsstjóri kynnti starfsemi Slökkviliðs Vestmannaeyja.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:46 

Til baka Prenta