Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 399

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
25.03.2024 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir 1. varamaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs, Brynjar Ólafsson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi
Drífa Þöll Arnarsdóttir sat fundinn í stað Bjarteyjar Hermannsdóttur.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202310047 - Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5)
Skipulagsfulltrúi leggur fram til umræðu leiðarval fyrir Vestmannaeyjalínur VM4 og VM5 frá landtöku og að spennistöð.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur skipulagsfulltrúa framgang vinnu við tillögu að breyttu aðalskipulagi á vinnslustigi.
2. 202403105 - Miðgerði - Deiliskipulag
Lagt fram til umræðu vinnugögn vegna skipulagsbreytinga í Miðgerði.

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna og felur skipulagsfulltrúa framgang vinnu við tillögu að breyttu deiliskipulagi á vinnslustigi.
3. 202403107 - Búfjárhald - Beitiland og hagaganga
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur til að hagaganga verði óheimil skv. rauða svæðinu á afstöðumynd.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
Óheimilt að nota sem beitiland og til hagagöngu.pdf
4. 202403106 - Strandvegur 91-97 - umsókn um nýtingu sem íbúðarhúsnæði
Jón Gísli Ólason fyrir hönd fasteignareiganda á Strandvegi 89-97 sækir um breytingu á skipulagsákvæði Aðalskipulags Vestmanneyja, til að heimila notkun 2-3 hæðar húsanna fyrir íbúðir.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna að skipulagsbreytingu aðalskipulags þar sem ákvæði í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 varðandi íbúðir á efri hæðum verði breytt til samræmis við skipulagsákvæði sem gildir á athafnasvæði AT-5.
Erindi til umhverfis- og skipulagsráðs.pdf
Samykki nágranna - fyrirspurn um breytta notkum á Strandvegi 89-97.pdf
Teikningar.pdf
5. 202403060 - Búhamar 80. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn frá lóðarhafa Búhamri 80. Ásgeir Heimir Ingimarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, Búhamri 80, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 46. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.
Grunnmynd.pdf
Útlit og snið.pdf
Afstaða og skýringar.pdf
6. 202403043 - Áshamar 75. Umsókn um byggingarleyfi - Fjarskiptaloftnet
Íslandsturnar hf., með umboð frá húsfélagi Áshamars 75, sækir um leyfi fyrir að setja upp fjarskiptaloftnet á vesturhlið fjölbýlishússins, í samræmi við innsend gögn. Búnaðurinn er til að sinna farsímaþjónustu í nærumhverfinu.

Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 46. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Á 75 Fjarskiptaloftnet teikningar.pdf
Fundargerð
7. 202403004F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46

Niðurstaða
Lagt fram.
7.1. 202403060 - Búhamar 80. Umsókn um byggingarleyfi
Ásgeir Heimir Ingimarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, Búhamri 80, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: íbúð 165m², bílgeymsla 34,3m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
7.2. 202401099 - Viðlagafjara 1. Umsókn um byggingarleyfi - Sveltikerjahús m.hl.03
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson fh. Laxey ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir Sveltikerjahúsi, matshluti 03, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Atvinnuhúsnæði 2169,1m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. mars 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
7.3. 202403045 - Viðlagafjara 1. Umsókn um stöðuleyfi - Steypustöð
Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, sækir um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, í samræmi við framlögð gögn.
Teikning: Bragi Magnússon
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. mars 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010
7.4. 202403043 - Áshamar 75. Umsókn um byggingarleyfi - Fjarskiptaloftnet
Tekið fyrir erindi frá húsfélagi í Áshamri 75. Sótt er um leyfi fyrir að stja upp fjarskiptamastur á vesturhlið fjölbýlishúss, í samræmi við innsend gögn.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42 

Til baka Prenta